Félagsróður 13.04.2019

13 apr 2019 13:19 - 18 apr 2019 17:05 #1 by SAS
Replied by SAS on topic Félagsróður 13.04.2019
Algjört stjórnleysi var á pallinum í morgun í fjarveru setts róðrarstjóra, engin leið var að fá alla í sama róðurinn.   
Félagsróðurinn endaði í tveimur róðrum þar sem Gísli Hf, Þorbergur, Páll R., og Hörður réru á móti vindi inn Leirvoginn en undirritaður, Andri, Þormar og Guðm Breiðdal rérum Geldingarneshring.  Við fengum frábært len norðan og vestan Geldinganes.

Veðurspá Blika.is stóðst, fengum austan stinningskalda.

Setti nokkrar myndir og videó á Facebooksíðu klúbbsins

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 apr 2019 13:18 - 13 apr 2019 13:21 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 13.04.2019
Átta reyndir ræðarar fóru á sjó og mynduðu 2 hópa. Ég var í "Leirvogshópi" fjögurra, sem reri að Korpu og síðan inn að golfvelli í Mosfellsbæ, þá var stutt í kaffi til meints róðrastjóra Gunnars Inga, en við geymum það þar til síðar. Brunið á leiðinni til baka var gott, en aldan var þó nokkuð rugluð af vindi úr tveim áttum, líklega af vindi sem rann með Úlfarsfellinu báðum megin.
Veður og sjólag voru skemmtilega leiðinleg en hópurinn (Páll R., Hörður, Gísli H. F. og Þorbergur) sem ég var með eru þannig karlar að þeim finnst leiðilegt veður vera skemmtilegt á sjó ;)     Sjáum svo  hvað hinn hópurinn segir.
GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 apr 2019 20:49 - 12 apr 2019 20:49 #3 by Orsi
Replied by Orsi on topic Félagsróður 13.04.2019
Ef það hvín í línum og erfitt að nota regnhlíf, þá fer ég ekki fet. Maður verður að kunna að draga mörk.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 apr 2019 14:55 - 12 apr 2019 14:59 #4 by SAS
Replied by SAS on topic Félagsróður 13.04.2019
Blika er að lofa A11-12 m/s.

blika.is/spa/695/2019/04/13

Skv. Veðurstofunni:
6 vindstig = Stinningskaldi =10,8-13,8 m/s
Stórar greinar svigna. Hvín í línum. Erfitt að nota regnhlífar. Lágarenningur viðvarandi.

Það þarf engar hetjur í þetta, en er ekki fyrir sófaræðara eða innpúka sem vilja helst bara svitna á spinninghjólinu :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 apr 2019 14:33 #5 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 13.04.2019
Það er í lagi að kíkja um tíu leytið og fá sér a.m.k. 10 dropa af kaffi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 apr 2019 08:48 - 12 apr 2019 10:16 #6 by Gunni
Veðrið verður ókræsilegt,
12-14 m/sec, vaxandi vindur, 6-8 gráður hiti, Skýjað og úrkoma.
Aðfall, flóð kl 12:43 smástreymt.

Þær hetjur sem mæta taka ábyrð á sjálfum sér og fara varlega, takk.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum