Reykjavíkurbikarinn fór aldeilis vel fram í morgun. Góð mæting var á Geldinganesið og til gaman má geta þess að
fleiri voru mættir til að aðstoða við keppni og sýna stuðning heldur en til að keppa sem sýnir auðvitað félagsandann okkar góða. Keppendur voru átta og allir kepptu þeir í 10 km, ein kona á ferðabát, einn karl á keppnisbát og 6 karlar á ferðabátum. Ólafur fer sínar eigin leiðir í lífinu en tók því með stóískri ró þegar honum var bent á að hann væri ekki á keppnisleið og bætti einhverjum kílómetrum við sína róðraleið.
Tveir gúmmíbátar sáu um öryggisgæslu frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar og þar voru einnig Lárus, Guðni Páll, Eymi og Gísli gjaldkeri.
Bjarni, Egill og Daníel aðstoðuðu okkur dyggilega í tímatöku og utanumhaldi og ýmsir fleiri veittu keppninni góðan stuðning svo sem Reynir, Hörður, Gummi Björgvins, Kolla, Gunnar Ingi og Indriði.
Keppnisnefndin þakkar fyrir góðan dag, keppendum fyrir drengilega keppni og hjálparhellum fyrir góða samvinnu og félagsskap. Niðurstöður keppni voru eftirfarandi:
Í karlaflokki á ferðabátum:
Sveinn Axel á Taran18 með vængár, tími 1.05.56
Þorbergur Kjartans á Epic X18 með vængár, tími 1.09.56
Guðmundur Breiðdal á Inuk með vængár, tími 1.14.58
Edwin á Epic V5 með vængár, tími 1.16.37
Ólafur Einarsson á Epic V8 með vængár, tími 1.19.42
Waldemar á Valley með euroár, tími 1.22.12
Í kvennaflokki á ferðabát:
Veiga Grétarsdóttir á Taran 16 með euroár, tími: 1.14.18
Í karlaflokki á keppnisbát:
Gunnar Svanberg á Epic V8 Pro með vængár, tími: 1.09.56