Reykjavíkurbikarinn 27. apríl!

27 apr 2019 17:21 #1 by Ingi
Eftir þessa skemmtilegu keppni sem fór fram í morgun  væri gaman að vita hvað keppendum og öðrum félögum finnst um þessa dagsetningu. Mér finnst sjálfum fínt að klára þessa keppni svona snemma en hvernig fannst keppendum þetta. Var of kalt eða vilja menn bíða með þetta frammí miðjan Mai? 
Þessir sem mættu litu hraustlega út eftir keppnina, en kannski eru þetta bara hraustustu ræðararnir sem mættu. 
Okkur í keppnisnefnd finnst bara fínt að hafa þetta svona held ég.
kv
Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 apr 2019 15:20 #2 by Helga
Reykjavíkurbikarinn fór aldeilis vel fram í morgun. Góð mæting var á Geldinganesið og til gaman má geta þess að
fleiri voru mættir til að aðstoða við keppni og sýna stuðning heldur en til að keppa sem sýnir auðvitað félagsandann okkar góða. Keppendur voru átta og allir kepptu þeir í 10 km, ein kona á ferðabát, einn karl á keppnisbát og 6 karlar á ferðabátum. Ólafur fer sínar eigin leiðir í lífinu en tók því með stóískri ró þegar honum var bent á að hann væri ekki á keppnisleið og bætti einhverjum kílómetrum við sína róðraleið. 
Tveir gúmmíbátar sáu um öryggisgæslu frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar og þar voru einnig Lárus, Guðni Páll, Eymi og Gísli gjaldkeri.
Bjarni, Egill og Daníel aðstoðuðu okkur dyggilega í tímatöku og utanumhaldi og ýmsir fleiri veittu keppninni góðan stuðning svo sem Reynir, Hörður, Gummi Björgvins, Kolla, Gunnar Ingi og Indriði. 

Keppnisnefndin þakkar fyrir góðan dag, keppendum fyrir drengilega keppni og hjálparhellum fyrir góða samvinnu og félagsskap. Niðurstöður keppni voru eftirfarandi:


Í karlaflokki á ferðabátum:
Sveinn Axel á Taran18 með vængár, tími 1.05.56
Þorbergur Kjartans á Epic X18 með vængár, tími 1.09.56
Guðmundur Breiðdal á Inuk með vængár, tími 1.14.58
Edwin á Epic V5 með vængár, tími 1.16.37
Ólafur Einarsson á Epic V8 með vængár, tími 1.19.42
Waldemar á Valley með euroár, tími 1.22.12


Í kvennaflokki á ferðabát: 
Veiga Grétarsdóttir á Taran 16 með euroár, tími: 1.14.18


Í karlaflokki á keppnisbát: 
Gunnar Svanberg á Epic V8 Pro með vængár, tími: 1.09.56

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 apr 2019 20:02 #3 by Ingi
Veður útlit fyrir Reykjavíkurbikarinn er mjög hagstætt:
www.vedur.is/vedur/spar/thattaspar/hofudborgarsvaedid/

Þetta verður tæplega betra. 

Kv.
Nefndin

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 apr 2019 17:10 #4 by Ingi
Lítur út fyrir frábæran laugardagsmorgun hjá Kayakklúbbnum. Verið er að vinna í að fá þyrluna til að koma og vera með æfingu um hádegið. Þeir sem hafa prófað að vera undir þyrlunni við svona æfingu munu aldrei gleyma þeirri reynslu. Eins gott að vera búinn að prófa það ef einhverntíman kemur upp sú staða að þurfa á henni að halda í raun og veru.
kv
Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 apr 2019 21:14 - 25 apr 2019 21:28 #5 by Þorbergur
www.relive.cc/view/2316172516.     
Þetta á að sýna róðrar leðina í 10km keppni

www.relive.cc/view/2318832133

Og hér er róðrar leiðin í 3km keppninni. 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 apr 2019 21:55 #6 by Unnur Eir
Jibbí jey>
Tvöfaldur Íslandsmeistari kvenna verður fjarverandi og siglir annars konar öldur svo það verður pláss fyrir nýjan sigurvegara!
Hvet allar stelpur til að taka þátt og hafa gaman, ferlega svekkt að missa af grilluðum pylsum...

Sjáumst á fimmtudaginn í félagsróðri :-D

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 apr 2019 17:00 #7 by Helga
Næsta laugardag – 27. apríl – verður Reykjavíkurbikar Kayakklúbbsins haldinn og í þetta skiptið erum við með veðurguðina með okkur - jibbíjeiiii!
Þetta er keppni sem allir geta fundið sig í þar sem bæði verður keppt í 3 km róðri og 10 km róðri. Við höldum hefðbundinni skiptingu í ferðabáta og keppnisbáta og ég minni á að oft fá allar konur sem mæta verðlaunapening svo dömur nú er um að gera að láta sjá sig.
Fyrir þá sem eru nýir í sportinu og eru smeykir við að dragast mikið aftur úr og missa af pylsunum í lokin þá fá þeir að leggja af stað 15 mínútum fyrr. Þegar kemur að verðlaunaafhendingu þá er að sjálfsögðu bara horft á heildartíma.
Mæting er klukkan 9.30 og sjósett kl. 10 stundvíslega (nýliðar leggja af stað 9.45 og mæta aðeins fyrr líka). Þeir sem ætluðu að mæta í laugardagsfélagsróður hljóta að vera himinsælir með að fá svona skemmtilega keppni í staðinn og ég minni á að eftir keppnina færast félagsróðrar á fimmtudagskvöldin.
Þátttakendur mega gjarnan tilkynna komu sína hér á þessum þræði svo við vitum hversu mikið eigi að kaupa af pylsum og gosi því grillið verður að sjálfsögðu tekið fram í lok keppni.
Eins og alltaf tökum við í keppnisnefndinni hjálparhellum fagnandi bæði í tímatöku, myndatöku og svo í öryggismálum, alltaf mikið öryggi í því ef einhverjir sjá sér fært að koma og róa með keppendum til að passa upp á öryggi þeirra.
Mæting í Geldinganesi þar sem er upphafs- og endapunktur keppni - Tobbi ætlar að skella vídeói sem sýnir keppnisleiðir hér á Korkinn á morgun.
Koma svo – mætum öll á laugardaginn og höfum gaman saman - við í keppnisnefndinni hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

Keppnisnefnd - Helga, Ingi, Tobbi, Heiður og María Rún. 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum