Róðraskýrsla - fyrri hluti
Auðvitað var skítaveður þegar undirrituð mætti á Geldinganes. 8 bátar á sjó og tvískipt ferð. Undirrituð leiddi rólega ferð tveggja ræðara sem héldu sig sunnan við Geldinganes, en réru báðum megin við eiðið. Samtals 6 km í hús í rólegheitum og góðu veðri.
Guðni Páll leiddi hinn hluta hópsins sem hélt út í veður og vind. Bíðum eftir róðrarskýrslu frá þeim.