Félagsróður 9. maí

10 maí 2019 14:24 #1 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Félagsróður 9. maí
Seinni hluti.

Eftir viðskilnað við róðrarstjór var ákveðið að stoppa aðeins í veltuvík og svo halda áfram að puða á móti vind áleiðis undir Þerney þar sem við tókum stutta pásu og svo var lensað undan  í Geldinganesið (frábær skemmtun) G-nesið var hringað í hægum vindi og sól. Flottur róður og gaman að sjá ný andlit sem létu vind ekki stoppa sig.
Nokkuð krefjandi aðstæður á tíma og góð æfing.

6 bátar kláruðu og allir sáttir. Endaði í 9 km minnir mig.

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2019 21:12 - 09 maí 2019 21:13 #2 by Klara
Replied by Klara on topic Félagsróður 9. maí
Róðraskýrsla - fyrri hluti

Auðvitað var skítaveður þegar undirrituð mætti á Geldinganes.  8 bátar á sjó og tvískipt ferð.  Undirrituð leiddi rólega ferð tveggja ræðara sem héldu sig sunnan við Geldinganes, en réru báðum megin við eiðið.  Samtals 6 km í hús í rólegheitum og góðu veðri. 

Guðni Páll leiddi hinn hluta hópsins sem hélt út í veður og vind.  Bíðum eftir róðrarskýrslu frá þeim.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 maí 2019 20:55 #3 by Klara
Félagsróður 9. maí was created by Klara
Við þessu mátti búast.  Klara róðrarstjóri = veðurspáin snarbreytist.
Spáð NNA 8 m/s annaðkvöld.  
En við látum það ekki á okkur fá heldur skellum okkur á sjó.
Mæting 18:30 og sjósett 19:00.
Leiðin ákveðin á pallinum en það verður ekki sett km met.

 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum