Eg held að hann hafi verið að sýna þér hvað hann væri liðugur í æfingum sem gagnast helst við ákveðnar athafnir sem ekki snúa beint að róðri. Þegar hann setti rúlluna undir mjóhrygginn. Mjög athyglisverð æfing. Hér er myndband af þeirri æfingu:
lifehacker.com/ease-muscle-tightness-and...sage-with-1683755890
En hann var einmitt spurður um teygjur og ég skildi hann þannig að ef að fólk fyndi til við einhverja hreyfingu þá væri líkaminn að segja okkur að eitthvað væri að og þá þarf að hvíla. Ef hinsvegar engin merki eru um álagsmeiðsl þá væri ekkert betra að teygja. En æfingarnar sem hann framkvæmdi beint fyrir framan þig Unnur voru vegna bakverkja eða þannig skildi ég það.
kv
Ingi