Teygjur

20 ágú 2019 20:53 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Teygjur
hér er einmitt linkur á þetta mikilvæga mál þar sem farið er yfir teygjuæfingar: 
vitals.lifehacker.com/the-truth-about-st...when-it-d-1718270464

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 ágú 2019 07:21 - 20 ágú 2019 20:52 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Teygjur
Eg held að hann hafi verið að sýna þér hvað hann væri liðugur í æfingum sem gagnast helst við ákveðnar athafnir sem ekki snúa beint að róðri.  Þegar hann  setti rúlluna undir mjóhrygginn. Mjög athyglisverð æfing.  Hér er myndband af þeirri æfingu:  lifehacker.com/ease-muscle-tightness-and...sage-with-1683755890

En hann var einmitt spurður um teygjur og ég skildi hann þannig að ef að fólk fyndi til við einhverja hreyfingu þá væri líkaminn að segja okkur að eitthvað væri að og þá þarf að hvíla. Ef hinsvegar engin merki eru um álagsmeiðsl þá væri ekkert betra að teygja. En æfingarnar sem hann framkvæmdi beint fyrir framan þig Unnur voru vegna bakverkja eða þannig skildi ég það.
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 ágú 2019 07:03 #3 by Unnur Eir
Replied by Unnur Eir on topic Teygjur
Hahaha Ágúst Ingi nú hló ég upphátt!
Mig minnir að umræddur sjúkraþjálfari hafi einmitt verið svo “hrifinn” af teygjum...eða var önnur ástæða fyrir hláturskasti í í Wales?! 😂

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 ágú 2019 00:00 #4 by sveinnelmar
Replied by sveinnelmar on topic Teygjur
um að gera að henda í 3-4 sólarhyllingar ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 ágú 2019 22:38 #5 by Ingi
Teygjur was created by Ingi
Hvað finnst fólki um teygjuæfingar. Fyrir og / eða eftir róður. Í Wales var þrautreyndur ræðari og sjúkraþjálfari (kinesitheraput) að ræða þetta og mér skildist á honum að það væri algjör óþarfi að teygja, hvorki fyrir né eftir róður. Sérstakar hitunaræfingar væru líka ekki alveg nauðsynlegar ef menn reru bara þokkalega rólega fyrstu 10-15 mínúturnar. 
Ég hef aldrei nennt að teygja nema einusinni í Reykjanesi þar sem fræg teygju dama kenndi allskonar teygjur og það sem ég fékk út úr því var tognaður þumall.

En hvað finnst ykkur?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum