Sæl
Ég hjólaði meðfram nánast allri brautinni einsog hægt var. Róðurinn að Gróttu hefur líklega verið skemmtilegur, hörku lens.
Þegar komið var fyrir Gróttuna hefur róðurinn þyngst, strekkingur á móti með tilheyrandi sjólagi, þumlungaðist á móti vindinum á hjólinu. Sjórinn róaðist þegar Örfirisey nálgaðist, vindurinn var í sama skapinu.
Þetta hefur verið hörkuróður, flott keppni óska öllum keppendum til hamingju vel gert.
Keppnisnefnd og allir þeir sem lögðu hönd á plóginn, virkilega vel að þessu staðið, vona að þið haldið áfram þó skiljanlega geti stundum verið erfitt að leggja á sig mikla vinnu við að því er virðist við dræmar undirtektir.
Kv.
GUMMIB