Betra seint en aldrei..Tólf manns réru í tímamótaróðri þessa árs, þeim 25. á árinu. Haldið var norður um Viðey í bráðskemmtilegu og smákekkjóttu sjólagi. Klofnaði grúbban við Vesturey, fjórir réru heim sunnanmegin en átta bættu við Engey í tíðindalitlu sjólagi. Kaffistopp í eynni og róið heim í logni og ládeyðu. Á heimleiðinni fyrirskipaði Gísli H. fjöldaæfingu í björgun og tækni við Fjósakletta og tókst það mætavel. Sjórinn var hvorki blautari né þurrari en endranær, vantaði kannski svolítið salt, en nóg af olíu og annars bara fínn.
Í fjörunni týndist björgunarljós af báti undirritaðs en fannst á fjörunni daginn eftir.