SOT bátar úr rusli

14 jan 2020 21:13 - 14 jan 2020 21:17 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic SOT bátar úr rusli
..þessu tengt; þegar við komum að planinu og sjáum nýjustu myrkraverk sóða sem demba húsgögnum og áþekku rusli á planið, er einfaldast að senda strax póst á jafnasel@reykjavik.is með beiðni um að jukkið verði sótt. Þeir eru eldsnöggir að bregðast við og vandinn leystur. 
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jan 2020 15:23 - 01 jan 2020 15:24 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic SOT bátar úr rusli
Í litla heftinu Hreinsum Ísland í kaffistofunni, geta allir félagar skráð rusl sem þeir hrifsa úr fjörum í róðrum sínum um sundin blá. Það er gagnlegt og gaman að hafa jákvæð áhrif á umhverfi okkar, auk þess sem það skiptir miklu máli fyrir lífríkið. Þessum upplýsingum er síðan komið til Landverndar.

Nú liggur ársuppgjör 2019 fyrir og söfnuðust 37 kg af plasti á árinu - sem er miklu minna en árið á undan þegar jukkið slagaði í tonnið. 

Litla heftið er á sínum stað og bíður eftir að láta krota í sig á nýju ári. 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 des 2019 17:38 - 16 des 2019 17:57 #3 by Orsi
Replied by Orsi on topic SOT bátar úr rusli
Heyrðu þetta er alveg til fyrirmyndar. Gaman að þessu.


Og minni í leiðinni á Næturróður IV á fös kl. 22. Það verður gist í Viðey eða Þerney. Allir fá límmiða til vitnis um þátttöku í þessari lengstu næturróðrarséríu kayakklúbbsins sem hefur verið fastur liður í starfsemi klúbbins í 170 ár.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 des 2019 14:26 - 16 des 2019 15:17 #4 by Gíslihf
Jæja, hér er framleiðandi (Islander) sem gerir SOT báta úr plastrusli sem safnað hefur verið við strendur. www.odysseyinnovation.com/

Mér virðist þeir hafa safnað fyrir uppátækinu á netinu. Ein varan gerð með endurvinnslu er öldufimiplattar sem er upplagt að hafa með á ströndina enda trúi ég ekki kajakræðurum til að liggja í leti á sólarströnd.

Ég tileinka þessa færslu Örlygi yfirplasthirði Kayakklúbbsins.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum