Þegar síðasta stjórn ákvað að hætta með Íslandsmeistaratitilinn þá ákvað keppnisnefnd að hafa óformlegar keppnir í staðin. Því miður þá dugar það ekki til að velja fulltrúa á íþróttamann ársins samkomuna. Hugmyndin um að velja "Kayakmanneskju" ársins er góð en hvorki fyrri stjórn, núverandi né keppnisnefnd hefur ákveðið neitt í þeim efnum eftir því sem ég best veit til.
Er þá ekki ráð að henda hugmyndum á milli?
Eigum við að velja eingöngu innan okkar raða, eða allra klúbba á landinu?
Á að velja manneskju með flesta skráða róðra eða einhvern sem hefur unnið markvisst og ötullega að eflingu starfsins?
Eða einhvern sem hefur vakið mikla athygli á kayaksamfélaginu eða afrekað? Svo sem augljóst hver hampar titilinum í ár
Kayakklúbburinn er félagsstarf og allir meðlimir hafa rödd. Svo erum við heppin að hafa frábæra og reynslumikla aðila í öllum nefndum, hvort sem það er ferðanefnd, húsnæðis eða keppnis etc..
Stjórn heldur utan um almennan rekstur og er ekkert endilega skipuð virkustu aðilunum, því hvet ég öfluga aðila sem vilja breytingar, eða eru með hugsjónir til frekari eflingar klúbbstarfsins, að bjóða sig fram í nefndir eða stjórn á komandi aðalfundi.
(Ég gef ekki kost á mér aftur að sinni því mér mistókst að gera mitt besta til að efla starfið. Skrifast það á reynslu-,þekkingar- og tímaleysi)