Val á Kayakmanni og Kayakkonu ársins 2019? ekkert að gerast.

29 des 2019 13:42 - 29 des 2019 13:44 #1 by siggi98
Sæll Öll 
Eins og fram hefur komið í umræðunni hér að neðan þá var sagt skilið við hefbundið keppnishald eins og það hefur verið undanfarin ár. Og þar með er sigurverari keppni ekki sjálfvalinn kaykamaður eða kona ársinns. 

Það er því í okkar höndum sem klúbbur að áhveða hvernig staðið er að valinu. 
Það hafa komið margar góðar tillögur hér að neðan og legg ég þvi til að þetta verði tekið til umræðu á næsta aðalfundi og því fundið farveg hvernig við viljum standa að þessu. 

Kayakræðari ársinns er mjög áhugaverð pæling þar sem  stjórnin ætlar að heiðra Veigu Grétarsdóttir fyrir afrek sitt á árinu. á næsta aðalfundi. 
Væri það ekki upplagt að útnefna Veigu sem Kayakræðara ársinn 2019?

Kv
Sigurjón

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 des 2019 18:58 #2 by Unnur Eir
Þegar síðasta stjórn ákvað að hætta með Íslandsmeistaratitilinn þá ákvað keppnisnefnd að hafa óformlegar keppnir í staðin. Því miður þá dugar það ekki til að velja fulltrúa á íþróttamann ársins samkomuna. Hugmyndin um að velja "Kayakmanneskju" ársins er góð en hvorki fyrri stjórn, núverandi né keppnisnefnd hefur ákveðið neitt í þeim efnum eftir  því sem ég best veit til.
Er þá ekki ráð að henda hugmyndum á milli?
Eigum við að velja eingöngu innan okkar raða, eða allra klúbba á landinu?
Á að velja manneskju með flesta skráða róðra eða einhvern sem hefur unnið markvisst og ötullega að eflingu starfsins?
Eða einhvern sem hefur vakið mikla athygli á kayaksamfélaginu eða afrekað? Svo sem augljóst hver hampar titilinum í ár :-)
Kayakklúbburinn er félagsstarf og allir meðlimir hafa rödd. Svo erum við heppin að hafa frábæra og reynslumikla aðila í öllum nefndum, hvort sem það er ferðanefnd, húsnæðis eða keppnis etc.. 
Stjórn heldur utan um almennan rekstur og er ekkert endilega skipuð virkustu aðilunum, því hvet ég öfluga aðila sem vilja breytingar, eða eru með hugsjónir til frekari eflingar klúbbstarfsins, að bjóða sig fram í nefndir eða stjórn á komandi aðalfundi.
(Ég gef ekki kost á mér aftur að sinni því mér mistókst að gera mitt besta til að efla starfið. Skrifast það á reynslu-,þekkingar- og tímaleysi) 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 des 2019 23:01 #3 by sveinnelmar
Ég kýs björgunarsveitirnar sem kayakræðara ársins.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 des 2019 22:35 #4 by Icekayak
Leyfi mér að lauma inn "danska módelinu" í þessum efnum, þar sem farandbikar afhendist þeim sem eru með flesta km karla og kvenna. Gildir þá einu hvar í veröldinni þeir kílómetrar eru rónir, fólki er hinsvegar uppálagt að skrá jafnt og þétt, það sem er róið. Tímaramminn er max 2ja vikna "gamlir" km, svo ekki sé verið að henda inní reikninginn, búnka af "gömlum" kílómetrum á síðustu stundu. Þegar maður svo er að róa á svæðum með takmarkaðri internettengingu, er bara samið um fyrirkomulag og undanþágur eftir þörfum. 

Gerður er greinarmunur á almennum róðri og ferðalagaróðri, og veittir sérstakir farandbikarar fyrir ferðalagakílómetra.

Ferðalagaróður er skilgreindur þannig að lágmarksvegalengd er 50km og skulu þeir innihalda minnst eina gistinótt. Ekki er farið fram á að sú nótt sé í tjaldi, eða í húsnæði nærliggjandi kajakfélags eða öðrum húsakosti. Hvort fólk sé eitt á ferð eða í hóp skiptir heldur engu.

Bæði módelin eru afar gegnsæ, allt árið þar sem flest félög erum með "online" km skráningu, þannig að ávallt er hægt að hafa yfirlit yfir stöðuna á hverjum tíma. 

Í ár vann ég sem dæmi í Sönderborg, bikarinn fyrir flesta almenna km, og flesta ferðalaga km 

Bestu kveðjur

Fylkir

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 des 2019 18:30 #5 by Ingi
Ég ætla að hafa skoðun á þessu með kayakmann og konu ársins. Þegar við byrjuðum að skrá með skipulegum hætti og taka saman róðrartölur fyrir hvern mánuð þá finnst mér að þeir sem hafa tekið það saman hafi með mjög skýrum hætti nefnt þá sem reru mest og  hverjir mættu oftast. Þarna finnst mér að róðrarkóngur og drotting séu og þó að það sé ekki verðlaun í boði þá mætti alveg byrja á því. Mín tillaga var nú einusinni að útbúa dagatal með sigurvegurum fyrra árs þannig að þeir tólf fyrstu mundu prýða hvern mánuð fyrir sig. Þessi hugmynd mín var skotin á kaf og ég sé að það er engin áhugi á þannig viðurkenningu en þetta var í gamni sagt  og smá alvöru í bland.  Guðni er kannski að meina að kayakmaður og kona ársin verði kosin sérstaklega og það gæti líka alveg verið gaman  að gera það. 

Hvað varðar áramótaróður og  heitar guðaveigar þá er því til að svara að  ég er í vinnu og Eva kemst ekki í þetta sinn. Það er samt eftir eitthvað frá því siðast og ekkert mál að koma þvi niðrí Geldinganes og þá mundi ég redda rafmagnshellu og potti þeir sem mæta fá svo að klára restina frá í fyrra. Gæti hafa batnað en það kæmi þá í ljós. 
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 des 2019 15:41 #6 by Guðni Páll
hæhæ

Eftir lestur á þessari greinargerð þá sé ég ekki beint svarið við spurningu minni.
Ég er er í raun að spurja hvort klúbburinn ætli ekki að hafa kjósningu um  kayakmann og kayakkonu ársins eða hreinlega kayakræðara ársins bara.
Alveg burt séð frá því hvernig stigakeppni og reglur SÍL eru. Vissulega má vera að það sé óþarfi að kalla þetta SÍL bullið en það má þá bara leiðrétta mig ef ég fer með rangt mál, en ég hef bara ekki séð neitt koma inní klúbbinn frá SÍL sem gagnast okkur og hvort það sé vegna þess að klúbburinn hafi ekki sótt það eða hvað.
En svo lengi sem klúbburinn er ekki með barnastarf þá sé ég ekki neina kosti við að vera í SÍL en vonandi fer ég með rangt mál.

Ég myndi allavega vilja sjá klúbbinn vera með kosninu eða val ár hvert og veita fólki sem skarar fram úr það árið viðurkenningu fyrir að vera öðrum til fyrirmynar í sportinu okkar. 
Við þurfum að hugsa betur um innviðina okkar og huga vel að þeirri vinnu sem er í gangi í klúbbnum. Annars höldum við áfram að "missa" fólk frá okkur.


Annars er ég bara hress og kátur og hlakka til að mæta í róður 

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 des 2019 14:07 - 27 des 2019 14:10 #7 by Klara
Gleðilega hátíð öll!

Þetta er ágætlega orðað og útskýrt í greinargóðri fundargerð frá aðalfundi.

En mér finnst algjör óþarfi að kalla þetta "SÍL bull".  Eins og staðan er núna erum við ekki virk í keppnishaldi en það gæti vel breyst á komandi árum.  Hver veit?  Að mínu viti er aðild okkar að SÍL mikilvæg og við eigum að kappkosta við að halda góðu sambandi við SÍL.  Það gæti til dæmis nýst okkur - og öðrum siglingagreinum - hvað varðar fræðslu og nýliðastarf.  Fræðslukerfið okkar byggir á einkaframtaki fárra aðila og hvað gerist þegar/ef þeir hætta?   Ég hef kannski of lítið mætt undanfarið til að tjá mig um nýliðun, en það sem ég hef þó séð gefur ekki tilefni til bjartsýni.

En er ekki rétt að við látum verkin tala og mætum á sjó - gamlársdagur nálgast!
Þarf ég að mæta heim til Evu og Inga til að fá franskar guðaveigar á gamlársdag eða verður róður?  Eftir því sem ég best hefur gamlársróður verið haldinn svo til frá upphafi klúbbsins (nú vantar innlegg frá þeim sem hafa lengst verið í klúbbnum) og það væri synd ef þessi skemmtilega hefð félli niður í ár.  

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 des 2019 12:52 - 27 des 2019 12:54 #8 by SAS
Allt um þetta í fundargerð síðasta aðalfundar, sem er nýjasta fundargerðin í skjalasafninu, svo undarlegt sem það er nú.
kayakklubburinn.is/phocadownloadpap/Aalfundur%202019.pdf

Liður 8 og þú verður að tengjast síðunni. 

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 des 2019 12:47 #9 by Guðni Páll
Góðan daginn félagar og gleðilega hátíð.

Mig langar aðeins að forvitnast hvernig málin standa með val á kayakfólki ársins 2019?
Lítið sem ekkert komið frá klúbbnum varðandi þetta mál og val á Íþróttamanni ársins er á morgun.

Eða ætlar klúbburinn loksins að slíta sig frá þessu SÍL bulli og hætta að taka þátt í þessu vali. 
Klúbburinn okkar er alls ekki þannig uppsettur að við séum að taka þátt í svona vali og hvað þá svona keppnishaldi. Ekki að ég sé á móti því þannig bara svo að komi fram.


kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum