Félagsróður 18.01.2020

18 jan 2020 18:51 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 18.01.2020
Það var örugglega Valgeir sem vantar í upptalninguna hjá þér.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 jan 2020 14:06 - 18 jan 2020 17:53 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Félagsróður 18.01.2020
Mér taldist 13 stykki. Á palli var tekin sú ákvörðun að fara Þerneyjarhring. Hópurinn skiptist við Leirvogin og héldu Eymi og Jón Kristinn til vesturs í styttri róður og hringuðu Geldinganesið. Á eftir hópnum voru Unnur Ester Gummi B og Gísli H.F. sem fóru sér að engu óðslega og fóru sömu leið og hinir fyrrnefndu. 7 ræðarar : Hörður, Sveinar tveir annar Elmar og hinn Möller ásamt Maríu og Söruh og einum sem ég man ekki nafnið á í augnablikinu. Þetta var þægilegur róður en vindur kom af austri 4-6msek en vestan alda sem var ansi llöng mætti okkur við vesturenda Þerneyjar. Það var smá skælingur á liðinu á leggnum að vesturenda Geldinganessins en þaðan var svo að segja sléttur sjór inn að eiðiinu. Fallegt veður og allsekki eins kalt og það leit út fyrir fyrr um morguninn.  Nokkrir selir á ferðinni en annars tíðindalítill róður.
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 jan 2020 13:16 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 18.01.2020
Það var vel mætt í róður en ég er ekki með fjöldann. Við Gummi Breiðdal fórum Geldinganeshring til að fylgja Unni og Ester, en Ester er óvön. Veður var gott, smá vindalda út frá Mosfellsdal og undiralda við Helguhól.
Gott væri að fá frásögn frá öðrum sem voru á sjó.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jan 2020 17:47 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 18.01.2020
Jæja - það er kominn tími til hrinda fari sínu á flot - og láta "sjóða á keipum".

Ótíð hefur verið slík undanfarnar vikur að klúbbróðrar hafa fallið niður þrjá laugardaga í röð.

Margt var vel gert á umliðnu ári og vil ég nefna eitt minnisstætt. Það var þegar við vorum öryggisræðarar fyrir Viðeyjarsundkappa. Þá varð einn báta björgunarsveitar vélarvana og Unnur Eir tók þann bát í tog nokkurn spotta. Þetta má færa í sögubækur: Þegar ræðari Kayakklúbbsins bjargaði björgunarbát.

Gott veður og dag tekið að lengja - sjáumst!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 jan 2020 13:20 #5 by Gunni
Næsta laugardag er óstaðfestur róðrarstjóri.  Þeir sem mæta skipta með sér verkum mæt'an ekki. 

Veðurspá er mjög góð ASA 2-4, frost um 4gráður og  háflóð ca 12:30.

( Blika  bíður frostleysu og vestlægari vindátt) 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum