Aðalfundur Kayakklúbbsins

21 feb 2020 13:23 - 21 feb 2020 13:25 #1 by Gíslihf
Þetta var notalegur aðalfundur með góðum veitingum og man ég ekki eftir að svo margir góðir frambjóðenndur hafi verið til stjórnarkjörs.
Við bíðum svo eftir nánari frásögn af fundinum frá réttum aðilum.

Annað ánægjulegt var að heyra um vaxandi starf og góða þáttöku í straumróðrum.

Fram kom að nokkur lægð væri í að ræðarar bættust í klúbbinn. Talsverð þátttaka hefur verið í námskeiðum, en það er mest fólk sem er að prófa og kynnast kajaksporti en eiga venjulega ekki búnað. Það er því stórt skref eftir að fá sér búnað og bætast í hópinn. Samkeppnin um afþreyingu og útivist er meiri m.a. miklar vinsældir SOT báta. Aðstaða okkar mætt vera meira aðlaðandi, einkum kaffigámurinn og gott væri ef við skoðum hvað gæti laðað nýja að klúbbnum.

Loks var áhugaverð frásögn Veigu af hrigróðri hennar s.l. sumar og undirbúningur að fleiri afrekum. Óska ég henni til hamingju með að vera kajakræðari ársins 2019.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 feb 2020 18:47 #2 by Unnur Eir
Munið næsta miðvikudag kl 20:00
Engjavegur 6 (ÍSÍ húsin) 
salur E

Besta kaffi norðan alpafjalla og með því fyrir fundargesti.

Hlökkum til að sjá ykkur!  

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 feb 2020 16:00 #3 by Unnur Eir
Allir að mæta!

Veiga segir frá hringferðinni og kosið í nýja stjórn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jan 2020 15:45 - 17 jan 2020 16:03 #4 by siggi98
Aðalfundur Kayakklúbbsins  verðurhaldinn miðvikudaginn 19. febrúar 2020 í sal E í Íþróttamiðstöðinni Laugardal,
Engjavegi 6 og hefst kl. 20:00.
Dagskrá fundar
Samkvæmt 6. grein laga félagsins þurfa tillögur að lagabreytingumog önnur málefni, sem krefjast atkvæðagreiðslu að tilkynnast stjórn
Kayakklúbbsins amk tveimur vikum fyrir aðalfund (5. febrúar).
Dagskrá aðalfundar:
 1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra og fundarritara.
 2. Skýrsla stjórnar lögð fram.
 3. Skýrslur nefnda lagðar fram.
 4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og útskýrðir.
 5. Umræða um skýrslu stjórnar, nefnda og reikninga.
 6. Reikningar bornir upp til samþykktar.
 7. Lagðar fram tillögur að lagabreytingum og bornar undir atkvæði.
 8. Önnur málefni sem borist hafa til stjórnar lögð fram og borin undir atkvæði.
 9. Kosning formanns og fjögurra meðstjórnenda sem skipta með sér verkum í samræmi við
  9. grein.
 10. Ákvörðun félagsgjalda.
 11. Önnur mál.
 12. Fundargerð.
 13. Fundarslit.
Framboð til stjórnar ognefnda:
Á síðasta aðalfundi var borin upp sú skemmtilegatillaga að uppstillingarnefnd myndi virkja félagsmenn til að bjóða sig fram í
stjórn klúbbsins. Stjórnin hefur fjallað um þessa tillögu og hefur ákveðið að virkja
hana fyrir aðalfund og skilgreint hlutverk hennar eftirfarandi:
Uppstillingarnefnd hefur það hlutverk að virkjafélagsmenn að bjóða sig fram til stjórnar á aðalfundi klúbbsins. Allir félagsmenn
sem bjóða sig fram í nefndina eru sjálfkjörnir í nefndina og er hún án formanns.

Mikilvægt að ítreka að allir félagsmenn sem hafa greitt félagsgjöld hafa rétt til að bjóða sig fram til stjórnar og nefnda á aðalfundi, óháð  störfum uppstillingarnefndar og setjandi stjórnar. Félagsmenn á aðalfundi kjósa um framboðtil stjórnar.
Nánar má lesa um nefndarfólk og hlutverk nefndanna á heimasíðunni okkarundir Klúbburinn - Nefndir.
Til að ýta undir endurnýjun í stjórn mun ég ekki bjóða mig fram til formanns eða stjórnar. Vil ég þakka fyrir mig enda setið í stjórn síðan 2014 og
er þeirra skoðunar að það á að endurnýja reglulega og láta aðra bera kyndilinn.
Sjáumst hress á sjó.

Bestu kveðjur,
Sigurjón Magnússon
Stjórnarformaður

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum