Aðalfundur Kayakklúbbsins verðurhaldinn miðvikudaginn 19. febrúar 2020 í sal E í Íþróttamiðstöðinni Laugardal,
Engjavegi 6 og hefst kl. 20:00.
Dagskrá fundar
Samkvæmt 6. grein laga félagsins þurfa tillögur að lagabreytingumog önnur málefni, sem krefjast atkvæðagreiðslu að tilkynnast stjórn
Kayakklúbbsins amk tveimur vikum fyrir aðalfund (5. febrúar).
Dagskrá aðalfundar:
- Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar lögð fram.
- Skýrslur nefnda lagðar fram.
- Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og útskýrðir.
- Umræða um skýrslu stjórnar, nefnda og reikninga.
- Reikningar bornir upp til samþykktar.
- Lagðar fram tillögur að lagabreytingum og bornar undir atkvæði.
- Önnur málefni sem borist hafa til stjórnar lögð fram og borin undir atkvæði.
- Kosning formanns og fjögurra meðstjórnenda sem skipta með sér verkum í samræmi við
9. grein.
- Ákvörðun félagsgjalda.
- Önnur mál.
- Fundargerð.
- Fundarslit.
Framboð til stjórnar ognefnda:
Á síðasta aðalfundi var borin upp sú skemmtilegatillaga að uppstillingarnefnd myndi virkja félagsmenn til að bjóða sig fram í
stjórn klúbbsins. Stjórnin hefur fjallað um þessa tillögu og hefur ákveðið að virkja
hana fyrir aðalfund og skilgreint hlutverk hennar eftirfarandi:
Uppstillingarnefnd hefur það hlutverk að virkjafélagsmenn að bjóða sig fram til stjórnar á aðalfundi klúbbsins. Allir félagsmenn
sem bjóða sig fram í nefndina eru sjálfkjörnir í nefndina og er hún án formanns.
Mikilvægt að ítreka að
allir félagsmenn sem hafa greitt félagsgjöld hafa rétt til að bjóða sig fram til stjórnar og nefnda á aðalfundi, óháð störfum uppstillingarnefndar og setjandi stjórnar. Félagsmenn á aðalfundi kjósa um framboðtil stjórnar.
Nánar má lesa um nefndarfólk og hlutverk nefndanna á heimasíðunni okkarundir Klúbburinn - Nefndir.
Til að ýta undir endurnýjun í stjórn mun ég ekki bjóða mig fram til formanns eða stjórnar. Vil ég þakka fyrir mig enda setið í stjórn síðan 2014 og
er þeirra skoðunar að það á að endurnýja reglulega og láta aðra bera kyndilinn.
Sjáumst hress á sjó.
Bestu kveðjur,
Sigurjón Magnússon
Stjórnarformaður