Félagsróður 25 jan

25 jan 2020 14:11 #1 by Andri
Replied by Andri on topic Félagsróður 25 jan
Við Lárus skiptumst á að vera fremsti og aftasti maður til að allt væri skv bókinni og öryggisstefnu klúbbsins. Engin skortur á varkárni þar. En mikið ofboðslega var þetta skemmtilegt og hressandi. 

Fer svo ekki að koma tími á árlegan þorraróður?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jan 2020 13:53 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 25 jan
Vel af sér vikið hjá ykkur ungu mönnunum!

Við hin eldri erum orðin varkárari og kunnum að meta það að velta sér á hina hliðina og hlusta á tónleik þorrahviðanna á upsum þaksins. Það er líka aðeins minni ólga í blóðinu að takast á við ögrandi verkefni, a.m.k. fyrir hádegi. Við skulum samt sjá til hvað síðar verður :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jan 2020 12:48 #3 by Larus
Replied by Larus on topic Félagsróður 25 jan
jú það var andskoti mikill vindur og eftir því góð alda
mætingin var góð  Andri  og undirritaður.

Rérum austur að golfvellinum, og uppí krikann við ána,
það  tók langan tíma fannst manni amk, en allt hafðist þetta.
Heimferðin var aftur á móti geggjuð dúndur hraði og gott rennsli.
Frábær æfingarróður, kanski heldur meiri vindur en við viljum lenda i i ferðunum okkar!!

Á vegi okkar varð einmanna latexhanski, innblásinn af hreinsunar átaki Örlygs ákvað ég að bjóða honum far heim i ruslatunnu,
Andri var mest að pæla i hvar þessi hanski hafði verið síðast ........ við fáum víst  aldrei að vita það.

frábær morgunstund í góðum félagsskap.

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 jan 2020 17:29 #4 by Larus
Félagsróður 25 jan was created by Larus
Róður eins og venjulega,  mæting 9.30.
Spáð er  austanátt  og fremur milt i veðri, ef ég skil spána rétt, þið skoðið það bara.

Engin ástæða til að sitja heima, þetta er veður sem við getum alltaf fengið á okkur 
td. í  ferðum okkar  i Breiðafjörð og við þurfum að geta tekist á við það með bros á vör ef við ætlum að ferðast á kayak.

Róum eitthvað hálfstutt  td. Geldinganes eða eitthvað á móti vindi i átt að mosó og svo flug heim, 
Við ættum að geta náð okkur i góða  æfingu.

lg

Ps. Fjara um 13.... ef einhver spyr.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum