Á morgun er ég skráður róðarstjóri, en á ekki heimagengt.
Ég treysti á að þeir sem mæta fari varlega og haldi hóp en samt með 2m á milli
Veðurspá er nokkuð góð, kalt, frost um tvær gráður. Hægur vindur úr suðrinu. Háflóð korter fyrir tíu.
Það er andstætt minni prívat skoðun á þessum síðustu og verstu tímum að hvetja til samkomu. Okkar róðarhópur nær samt engum 20 manns hvað þá 100.
En það er ekki aðalmálið heldur að búa helst ekki til tengingar á milli ólíkra hópa/einstaklinga meðan þetta versta gengur yfir.
Að vísu er útivist góð og róður bæðir geð og guma. Einstaklings- eða para róðar í góðu veðri eins og spáð er á morgun er kannski helst til æskilegt, en fara samt varlega.