Nýja Facebook grúppu

24 mar 2020 16:25 #1 by Barasta
Replied by Barasta on topic Nýja Facebook grúppu
Sammála ..gott framtak og virðist vera virka mjög vel. :-)
kv
Stefán Alfreð

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 mar 2020 12:52 #2 by Andri
Replied by Andri on topic Nýja Facebook grúppu
Mér finnst þessi breyting á fb frábær, eitthvað sem við hefðum átt að gera fyrir löngu síðan. Vona að félagarnir verði duglegir að pósta þarna inn myndum og hverju sem er. Það er hvetjandi fyrir alla.

Kv
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 mar 2020 20:43 #3 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Nýja Facebook grúppu
Við hérna í Voss bjuggum bara til  Messenger grúppu utan um róðrana og það system virkar mjög vel. Fljótleg og einföld leið til að ná einhverjum með sér á flot.

Ferðasögur, fróðleikur o.s.frv. getur áfram verið hér. 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 mar 2020 19:38 #4 by SPerla
Replied by SPerla on topic Nýja Facebook grúppu
Ég segi bara "gamli góði korkurinn". Er algjör félagsskítur á facebook.....eða kannski er ég bara svona gamaldags :( 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 mar 2020 12:09 #5 by Ingi
Replied by Ingi on topic Nýja Facebook grúppu
Ég er sammála að það verður að vera auðveldur og almennur aðgangur að skilaboðum á milli manna. Það eru ca 20-50 manns að fylgjast með korkinum sínist mér. Facebook er öðruvísi miðill en með því að vísa á hvorn annan gæti mögulega verið hægt að ná til fleiri ræðara. 
Það sem er mikilvægt er að menn séu að ná að mynda róðrarpör og hópa. Þá skiptir ekki öllu máli hvernig það er gert. 
Maður fer stundum einn í róður en það er þá við bestu skilyrði. 
kv
Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 mar 2020 23:35 - 20 mar 2020 10:00 #6 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Nýja Facebook grúppu
Þegar "Korkurinn " var gerður til upplýsinga og samskipta fyrir straum og sjókayakfólkið  var hann algjör bylting - frá algörri þögn -nema um síma manna í millum Þá voru snjall símar ekki uppfundnir.  Tölvutækni við svona samskiptamiðil var afar erfið í notkun-heilmikið af innsláttar af táknum til að virkja -innsetningu og svör - 
Þetta var árið 2002 . Fyrsta árið sem Korkurinn var uppi- höfðu tveir ræðarar komist inn -annað ekki. Ég fékk nokkurn áhuga fyrir þessu og fékk fram leiðbeiningar um notkun
Ég fór að nota þetta og svo bættust fleiri við og smá saman varð Korkurinn mjög virkur samskiptamiðill kayakfólks. Ferðir voru búnar til -samræður um allt sem að þeim laut og svo árangur við ferðalok. Oft var fjör og mikill  og frumlegur talsmáli straummanna leit dagsins ljós á þessum ljósvaka miðli- margir utan straumvatnsins hrukku við.
Ferðasögur urðu til og eru enn til á þessari síðu -Sölusíða varð til og hægt að setja inn myndir -en það var samt nokkur kúnst. Og Korkurinn smá þróðaðist
Fleiri póstar urðu til - aukinn fjöldi tölvutæknimanna bættist í hóp  kayakfólksins. Og 2009 þegar Gísli H.Friðgeirsson réri hringinn  varð Korkurinn að vinsælum fjölmiðli um það ævintýri 
Landsmenn fylgdust með- fjölmiðlar vitnuðu í Kayakklúbbinn þegar leitað var bestu upplýsinga um ævintýri Gísla. Heimsóknir slógu öll met > 30 þúsund á róðrartíma hringsins.
Og nú er síða Kayakklúbbsins orðin mjög notendavæn og fjölbreytt.  Kosturinn er að síðan geymir aðgengilegar upplýsingar, spjall allskonar,myndir,ferðasögu, leiðarlýsingar og f.l  Mikla sögu kayakmanna og kvenna 
Facebook er skyndikynna síða. Allt rennur um og hverfur - alltaf eitthvað nýtt uppi óskipulagt- spjall . T.d hafa hringfarar lagt upp með háleitar hugmyndir um eigin Fb síðu 
Það hefur aldrei lukkast-  sundirlaus ferðalýsing og eftir fáeina daga - dautt. 
Engar ferðasögur eru þar geymdar-uppflettirit ekkert-bara daglegt spjall um allt og ekkert- sundurlaust.  Ágætt að birta skyndimyndir og skyndi róðra spjall - sem er uppi yfir daginn.
Kayakfólkið sjálft er lífgjafi Korksins- og huga þarf mjög vandlega að henda honum fyrir róða og flytja allt yfir á Fb og breytir engu hvort um lokaðaða eða opna hópa er að ræða.
Þetta vildi ég sagt hafa.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 mar 2020 12:50 - 19 mar 2020 12:50 #7 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Nýja Facebook grúppu
Sælir herramenn

Ég skal svara þessu eins vel og ég get.

Þessi umræða hefur komið reglulega upp hjá okkur varðandi upplýsingar og spjall. Ég sé ekkert að því að vera með facebook hóp og svo okkar heimasíðu.
Í verstafalli þá bökkum við bara með núverandi plan. En eins og er þá skulum við allavega prófa þetta fyrirkomulag.


Hérna er slóð á Korkinn á facebook 
www.facebook.com/groups/315580455149029/  

Mögulega munum við tengja þetta tvennt saman Korkinn og facebook en byrjum á þessu.

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 mar 2020 18:47 - 18 mar 2020 18:57 #8 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Nýja Facebook grúppu
Þessi hópur sem bent er á (GIG) er hópurinn "Sjó Kayak á Íslandi" - ekki rétt?
Fyrir hverja er hann - er publik allir landsmenn eða eru það klúbbfélagar ?
Hvernig er hann tengdur síðunni Kayakklubburinn? Er hlekkur á hann?

Þetta er orðið erfitt í dag, við fáum skilaboð á síma eða tölvuskjá og svo finnum við skilaboðin ekki svo auðveldlega aftur, því skilaboðin get komið með Skype - Messenger, e-mail forritum, WhatsApp, Tvitter og öðru sem ég þekki ekki. Það þarf að safna þessu saman þannig að við fáum að vita að okkar bíði skilaboð eða ný færsla og hvar helst með hlekk. Hvað segja yngri tölvuræðingar og atvinnumenn? Ég var að hlusta á RaspberryPi fræðslu og þar var mælt með IFTTT skipunum í Python til að vakta skilaboð.

Það hlýtur því að vera komið eitthvað slíkt í öll nýrri samskiptaforrit og vefsíðuhugbúnað.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 mar 2020 15:14 #9 by Kiddi Einars
Replied by Kiddi Einars on topic Nýja Facebook grúppu
Hjá okkur í Haugesund kajakklubb klingir í símanum ef
einhver ætlar í róður. Semsagt í gegnum messenger.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 mar 2020 12:54 #10 by Gunni
Replied by Gunni on topic Nýja Facebook grúppu
Hópurinn " www.facebook.com/groups/315580455149029/ " er núna public og tengdur síðunni Kayakklubburinn.  

Mér skilst að hann hafi ekki verið finnanlegur með leit á facebook.  Vonandi er breytt núna. 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 mar 2020 23:14 #11 by Barasta
Replied by Barasta on topic Nýja Facebook grúppu
Snilld..  lýst vel á þá útfærslu. :-)
kv
Stefán Alfreð

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 mar 2020 22:40 #12 by sveinnelmar
Replied by sveinnelmar on topic Nýja Facebook grúppu
Facebook er fyrir gamalt fólk. Þess vegna hef ég aldrei farið þar inn.
er virkilega svona erfitt að slá kayakklubburinn.is inn í vafrann hjá sér. Þessi síða er fín ég kíki á korkinn á hverjum degi.
Auk þess er hún algerlega í eigu klúbbsins. 
En þetta sport er náttúrulega að mestu stundað af fólki á fimmtugsaldri og eldra svo kannsi er facebook fyrir gamalt fólk málið.

Undirritaður er 42 ára tölvunarfræðingur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 mar 2020 16:55 #13 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Nýja Facebook grúppu
Ég held að þetta sé rétt hjá Gunna við erum með mjög margar upplýsingaveitur.


Ég legg til að við breytum nafninu á Sjókayak á Íslandi og höfum hana sem lokaðasíðu fyrir kayakklúbbinn það sem við getum auglýst eftir róðrarfélaga og fleiru.
Hvernig hljómar það? 


Facebook síða klúbbsins er like síða sem er mjög erfið við að eiga í þessum tilgangi.
Hitt sem talið er upp ekki undir okkar stjórn og erfitt að eiga við.kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 mar 2020 15:07 - 17 mar 2020 20:52 #14 by Gunni
Replied by Gunni on topic Nýja Facebook grúppu
Það er til Hópurin "Sjókayak á Íslandi".  Hún er fín í samskipti eins og korkurinn er hugsaður. 
Þar er formaðurinn Admin og við höfum svo sem rædd að nota eins og þið kallið eftir. 

En það er þetta með að hafa upplýsingar og fróðleik á mörgum stöðum og þá er ekki gott að bæta við fleirri. 
Svo er það þessir nokkru sem annaðhvort eru ekki á facebook eða lítið (af því þeir sjá bara kisumyndir og video).  Hvernig náum við til þeirra. 

Nú höfum við :
- Vefsíðu + korkinn
- facebook síðu 
- facebook hóp 
- facebook sölu hóp
- email lista googlegroup * 2
- myndasíður * 2 (flickr og google)
- gps ferla síðu 

Hvað er best að nota af þessu ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 mar 2020 14:14 #15 by RAD
Replied by RAD on topic Nýja Facebook grúppu
Í núverandi formi leyfir vefsíðan okkur ekki að vera notendur en aðeins áhorfendur
I could not agree more.
In its current shape, the site doesn't allow us to be its users but viewers only

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum