Elliheimilisróður

19 mar 2020 10:56 #1 by RAD
Replied by RAD on topic Elliheimilisróður
💪 ( ͡❛ ͜ʖ ͡❛) 👊

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 mar 2020 19:49 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Elliheimilisróður
Já þetta var frekar krefjandi á Inuk en þar sem að við fórum bara mjög varlega þá reyndist þessi ferð bara mjög skemmtileg. En það er alltaf gott að hafa góðan félaga þá er maður miklu öruggari. Leggurinn frá austuenda Viðaeyjar og að Fjósaklettum er alveg einstaklega skemmtilegur í þessari vindátt.  Aldan nær rúmlega metershæð og er frekar kröpp en svo þegar að Gufunesbryggjunni kemur mætir aldan frákastinu og það verður skemmtilegt rugl í gangi. Endilega prófið þetta. Engin hætta þó maður velti. Stutt í fjöruna.
Semsag skemmtilegur róður og takk Gísli að hafa auga með mér.
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 mar 2020 18:22 - 18 mar 2020 18:51 #3 by Gíslihf
Elliheimilisróður was created by Gíslihf
Já ég fékk Ágúst Inga með mér í  "elliheimilisróður" enda er ég á þeim aldri. Við fórum suður fyrir Viðey og til baka, hann var á einhverju priki sem stöðugt þarf að passa jafnvægið á en ég gat hallað mér á afturdekkið á mínum stöðuga Explorer og spáð í skýin.

Vindur var 10 m/s úr NV, allt að meters alda kom inn á milli Milljónafélags og Póverjabryggju og talsvert ruglandi út af Gufunesbryggju. Þetta er gott á milli þess sem horft er á farsóttarfréttirnar.

Ég sé hjá Sveini Einari að Fésbók sé fyrir gamla fólkið, ég kannast ekki við það. Annars er ég að prófa samskiptaforrit núna sem heitir Zoom, gott fyrir fundi, gæti sparað flugferðir og kemur nú í góðar þarfir við fjarkennslu og fjarfundi. 
Ég heyrði líka gamla konu um daginn kvarta yfir þvi að fá ekki Bítlatónlistina eins og þegar hún var ung, heldur eitthverja yngri tónlist. Ég kannaðist ekki heldur við það, minn tónlistarsmekkur var löngu mótaður þegar Bítlarnir fóru að skína.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum