Kayakróðrar hinna eldri ræðara

20 mar 2020 17:03 - 20 mar 2020 17:10 #1 by Sævar H.
Nú styttist í vorið og á eftir vorinu kemur sumarið

Þessi tími er róðrartími þeirra sem vilja fyrst og fremst njóta náttúrunnar á kayak um töfra íslenskrar náttúru. Fara rólega yfir , skoða njóta.
Þegar ég var að byrja á sjókayak vorum við öll byrjendur og vorum svona að fikra okkur áfram með að heimsækja fallega staði til róðra.
Þetta þótti okkur alveg feikna gaman og mikið upplifelsi. Alltaf komum við heim aftur sæl og glöð
Okkur hentaði ekki hin mikla kayaksnilld að ólmast í hafróti með átökum og öllum helstu listum kayakíþróttarinnar- við vorum ánægð með lognið, sólina,fuglana, sjávarkletta við fjöruborð og gullna fjörusanda til lendinga og hressingar.
Og við lifum í þessum minningum-og viljum endurtaka leikina.sem okkur þóttu svo skemmtilegir.

Hvað er þá meira upplagt en að við þessir frumherjar sem kunnum svona háttarlagi svo vel-komum okkur saman um að fara að æfa hin gömlu tök í vor þegar verður eru mild og fara svo saman í skemmtilegar smáferðir í sumar. t.d Hvalfjörðinn, Straumfjörðinn jafnvel ÞIngvallavatn og kannski Kleifarvatn -jafnvel taka tjald og viðlegubúnað yfir eina nótt ,með.
Ekki er ráðlegt að yngri en 67 ára taki þátt og svo allt að 100 árum :-)

Sett inn til skoðunar

Mynd: Sumar í byrjun ágúst vestan Straumfjarðar á Mýrum- eftir varp


Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum