Sælir félagar
Nú er ég kominn í stjórn hjá Siglingaflúbbnum Þyt í Hafnarfirði. Planið er að rífa upp kayakstarfsemina. Eins og staðan er núna þá er enginn sjókayak hjá Þyt. Nú er kominn ný stjórn sem vill efla starfsemina.
Hugmyndin er að hafa félagsróðra á miðvikudagskvöldum meðan bjart er kl. 18. Nú leita ég til ykkar og sérstaklega þá sem eiga fleiri en einn kayak hvort þið hafið áhuga á að geyma bát hjá Þyt. Geymslugjöld eru 9 þúsund á ári en ein hugmyndin er að ef klúbburinn fær afnot af bátnum þá falla geymslugjöld niður. Önnur hugmynd að ef menn eru duglegir að róa þá munu gjöld falla niður.
Þarna er einnig öflugt barnastarf og fjölskyldan getur stundað sportið saman. Það er einnig auðvelt fyrir menn að prófa (læra á) skúturnar/kjölbátana. Aðstaðan er fín. Þarna eru búningsklefar(kk og kvk), sturtur og þurrkkompa.
Félagsgjald hjá Þyt er 9 þúsund yfir árið og er aðeins eitt gjald á fjölskyldu. Þarna er einnig öflugt fullorðins starf en félagsmönnum er boðið upp á skútusiglingu(æfingu) einu sinni í viku.
Eins og staðan er núna þá erum við rétt að byrja á kayakstarfinu.
Kv
Jón Kristinn