Sjókort

11 apr 2020 10:51 - 11 apr 2020 10:52 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Sjókort
Sjókort

Nú er ég búinn að setja þetta sjókort í símann minn og það virkar mjög vel . Það er hjálplegt við staðsetningar, dýptarstöður og að búa til leiðir 
Gott að nota það í tengslum við GPS og innsetningu á staðsetningarpúnktum þar . Og það er hannað fyrir kayakfólk og fiskimenn.
Allavega Garminbúðin fær ekki háa einkunn hjá mér við kunnáttu og þjónustueysi við að setja alheilan sjókortadisk sem ég á- inná GPS tæki og tölvu
En það féll útúr bæði tölvunni minn og GPS tækinu.. 
Nú verslar maður bara beint við herra Garmin í útlöndum - 

Takk fyrir hjálpina Ágúst Ingi :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 mar 2020 18:50 - 26 mar 2020 18:50 #2 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Sjókort
Gallinn við þessi sjólkort fyrir okkur smánotendur-er að þau eru rándýr enda hágæðaforrit til siglinga um allan heim
Það er því ekkert annað en að róa á mið Garminbúðarinnar og sjá hvernig fiskast  þar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 mar 2020 12:23 - 26 mar 2020 12:25 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Sjókort
Takk fyrir þetta , Ingi.
Ég var búin að vera með Garmin sjókort í GPS tækinu mínu í mörg ár og nýti það við fiskveiðar og siglingar. Það er mér mikilvægt til að skoða botnlagið og þar sem viðveru fisksins-tenglsum við fisksjána. Einhverra hlutavegna missti ég forritið út úr gps tækinu og Garminbúðin var ekki hjálpleg við að keyra það aftur inn að diskinum sem ég hafði keypt hjá þeim-en vildu selja mér nýja innsetningu á 30.000 kr. Ég er ekki sáttur við svoleiðis -með heilan disk í höndunum.

Þegar ég sá þessa flottu útfærslu Garmin,inc á sjókortum fyrir heiminn allan - varð ég spenntur. Ennig er þar hægt að fá mjög nákvæmt kort fyrir okkar heimasvæði.
Ekki er ég trúaður á Garminbúðina til hjálpar sérstaklega ef þetta er einfaldara og ódýrara en þeirra verslun

Nú bíð ég eftir skoðun frá þér um uppsetningu og virkjun- staðsetningar verða að vera klárar 

Kveðja Sævar H


 
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 mar 2020 11:11 - 26 mar 2020 11:16 #4 by Ingi
Replied by Ingi on topic Sjókort
Já Sævar. Einusinni var korkurinn skoðaður oft á dag en í seinni tíð eitthvað minna. En til að svara fyrstu spurningunni þá gat ég búið til ferð með stefnu og vegalengd og meira að segja reiknaði forritið út eldsneytisnotkun líka í tölvunni í vinnunni. en ég hef ekki fundið það aftur í tölvunni heima. Læt þig vita strax og ég finn það. 
Til að geta tekið út stefnur var Navionics merki neðst í vinstra  horninu á kortinu. Ég skráði mig inn í kerfið í vinnutölvunni svo að það má vera að það sé ástæðan. en til að fá frekari upplýsingar vísa ég bara á Garmin.
Við eigum allir græjur þaðan. Minn handgarminn er með sjókorti og ég mundi vilja geta sett stefnur út í þetta og flutt það yfir í handtækið. 
 
En hér er texti sem fylgir þessu forriti:
OneChart™Now you can access all your charts and maps from your mobile device, and use them on all your registered Garmin devices. You can also update charts and maps, and purchase new ones from your mobile device. Then, when you get on your boat, your charts and maps can automatically sync with your compatible chartplotter with no button presses.
Kveðja,
Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 mar 2020 23:00 - 25 mar 2020 23:27 #5 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Sjókort
Einu sinni voru það aðaleinkenni á Korkinum að menn spurðu og þeir fengi svör í stórum stíl - svona ekki ósvipað og á Fb

Nú er spurt hér og þögnin ein-engin svör. 

Já er ekki Korkurinn góði ekki bara steindauður.

En menn halda að Fb verði lyftistöng fyrir kayksportið - þá er það óskhyggjan ein

Þar rennur allt í gegn eins og kraftmikill niðurgangur .

Það heldur nefnilega enginn Korkinum á lífi nema kayak fólkið sjálft.

Þetta segir kannski mest um stöðu kayaksportsins- miðað við líf og fjör fyrri daga. :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 mar 2020 17:46 - 25 mar 2020 18:05 #6 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Sjókort
Mjög áhugavert  er hægt að keyra þetta inn á Garmin tæki eða á síma ?

Það er ekki hægt að taka stefnu á þetta bara mæla vegalengdir  

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 mar 2020 14:38 #7 by Gunni
Replied by Gunni on topic Sjókort
Nú vantar að sjá þetta á facebook hópnum "nýja" til að gefa þér like á þetta :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 mar 2020 10:57 - 25 mar 2020 14:00 #8 by Ingi
Sjókort was created by Ingi
activecaptain.garmin.com/en-US/Map

Þessi linkur kemur frá Garmin sem við þekkjum vel. Þeir sem eru að huga að ferðalögum í sumar geta þarna tekið út stefnur og skrifað niður hjá sér. Munið bara að til þess að færa rétta stefnu í segulstefnu þarf að huga að misvísun. Hér  er linkur  cygnus.raunvis.hi.is//~halo/lrv.html  á mælir í Leirvogi fyrir innan eiðið þar sem fram kemur misvísun uppá -11° í textanum kemur fram að hún er nær -13° á Reykjavíkursvæðinu. Það mundi þýða að rétt stefna tekin úr korti td 300° væri þá 311° á segulkompásinn í Leirvogi en 313° á Reykjavíkursvæðinu.
kv
Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum