Reykjavíkurbikarinn 16. maí - FRESTAÐ

16 maí 2020 16:26 - 16 maí 2020 16:27 #1 by Guðni Páll
Því miður þá var áhugi fyrir þáttöku ekki nægur. Vonandi verður þó hægt að halda þetta síðar.

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 maí 2020 18:12 #2 by Hordurk
Ha, frestað? ég skráði mig í dag kl hálf þrjú

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 maí 2020 15:22 #3 by Helga
Því miður hefur engin(n) skráð sig til keppni og því er ákveðið að fresta keppni að sinni.
Hér er það lögmálið um framboð og eftirspurn sem ræður og ljóst að félagsróðrar og ferðir er það sem heillar helst í okkar góða klúbbi. 
Njótið veðurblíðunnar um helgina og við sjáumst á sjó!

Stjórnin

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 maí 2020 20:45 #4 by Guðni Páll
Kæru félagar

Núna styttist í reykjavíkurbikar og veðurspá lítur vel út. Það er því ekkert því í fyrirstöðu að hefja skráningu.

Skráning verður hérna í þessum pósti og einnig á facebook hópnum Kayakklúbburinn Korkurinn.
www.facebook.com/groups/315580455149029/?epa=SEARCH_BOX  


Farinn verður Geldinganeshringur, þægileg leið sem flest okkar þekkja eins og lófann á sér. Mæting er kl. 9.30 og ræst verður kl. 10.Keppt verður í karla- og kvennaflokki. Fallegar medalíur í boði fyrir hraustasta fólkið og mögulega spennandi vinningar að auki. Léttar veitingar að keppni lokinni. Endilega mætum sem flest og höfum gaman saman.

Einnig vantar alltaf fólk í gæslu og tímatökur.


kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 maí 2020 17:11 - 01 maí 2020 17:13 #5 by Helga
Kæru félagar.

Reykjavíkurbikar klúbbsins mun fara fram laugardaginn 16. maí næstkomandi.

Farinn verður Geldinganeshringur, þægileg leið sem flest okkar þekkja eins og lófann á sér. Mæting er kl. 9.30 og ræst verður kl. 10.Keppt verður í karla- og kvennaflokki. Fallegar medalíur í boði fyrir hraustasta fólkið og mögulega spennandi vinningar að auki. Léttar veitingar að keppni lokinni. Endilega mætum sem flest og höfum gaman saman.

Bikarinn er skipulagður af stjórn þetta árið þar sem enn vantar sjálfboðaliða í keppnisnefnd. Verður þetta því að öllum líkindum eina keppni sumarsins á vegum Kayakklúbbsins nema kannski þú, ágæti lesandi, skellir þér í keppnisnefnd.

Einhverjir velta kannski fyrir sér breyttri róðraleið frá fyrri keppnum.  Þessi leið er hentug til keppni þar sem öll gæsla getur þá verið frá landi.

Sumarkveðja, stjórnin. 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum