Á vafri mínu um netið í dag rakst ég á
auglýsingu
frá Seltjarnarnesbæ. Í henni segir m.a.
Bæjarstjórn hefur á fundi sínum þann 29. apríl 2020 samþykkt tillögu umhverfisnefndar þess efnis að óheimilt verði að stunda sjóíþróttir á Seltjörn við Gróttu frá 1. maí - 1. ágúst ár hvert til að skapa nauðsynlegt næði á varp- og uppeldistíma fugla. Svæðið nær frá Ljóskastarahúsi í Suðurnesi að Gróttu
Þetta virðist banna kayakróður um Seltjörn fram í ágúst.
Mér finnst þetta áhugavert innlegg í umræðu sem hefur verið að gerjast undanfarið, m.a. með ferðabanni um nágrenni Akureyjar, þar sem klúbburinn náði með harðræði að undanskilja kayakræðara, og svo fyrirhuguðum samsvarandi aðgerðum í Lundey.
Indriði