Straumfjörður 20. júní

21 jún 2020 17:33 #1 by SAS
Replied by SAS on topic Straumfjörður 20. júní
Vorum einstaklega heppin með veður og allar aðstæður.,  Umhverfið frábært og mikil fuglalíf eins og var við að búast. 
Allir skráðir mættu á svæðið eða 14 ræðarar.
Myndir sem ég tók er að finna á   photos.app.goo.gl/3c3WRPcStk4JwGwQ9 

Lengri rórarleiðin var valin, þ.e. við rérum frá Straumsfirði í Geldingaey, þar sem hádegishlé var tekið. 
Róðurinn endaði í 24 km sem má sjá hér  www.relive.cc/view/v8qkNgRKE36

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 jún 2020 09:28 #2 by Sveinn Muller
Takk fyrir frábæra ferð,
myndir úr ferðinni


kv.
Sveinn Muller.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 jún 2020 18:04 - 20 jún 2020 09:01 #3 by SAS
Replied by SAS on topic Straumfjörður 20. júní
Róðrarplanið sem ég setti upp miðaðist við að ferðin hefði verið 13. júní, en við erum að fara viku síðar, sem þíðir 6 um klst mismunur á fallaskiptunum, fjara er kl. 12:25 í Borgarnesi. Ætla samt að halda mig við sama róðrar plan, en þurfum að vera aðeins fjær landi á bakaleiðinni. 

Munum byrja róðurinn á hefðbundnum stað við sandfjöruna.

Til að komast til Straumfjarðar, þá er vegur 1 ekinn til norðurs, beygt inn á veg 54 Snæfellsvegur og síðan til  vinstri niður veg 533 og ekið í Straumfjörð.  Google Map virkar vel.
Þegar komið er í Straumfjörðinn, þá ökum við að neðsta húsinu, og leggjum bílunum austan megin við húsið.  Þurfum að bera kayakana ca. 300 metra í fjöruna undir stífum kríu árásum.

Brottför úr Rvk er kl 08:00, komin í Straumfjörð kl 09:30 og á sjó kl 10:00

Veðurspáin hjá www.Blika.is lofar fínu veðri, sól og lítill sem enginn vindur fyrri hluta dags, fer í S7-8 m/s kl 1500-1600.  Munið eftir sólarvörn, sólgleraugum og nesti.  Við ættum að vera komin til baka í Straumfjörðinn milli 16:00-17:00

Verðum 14 á sjö bílum skv. nafnlistanum hér neðar í þræðinum.

kv


 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 jún 2020 13:13 #4 by Þormar
Replied by Þormar on topic Straumfjörður 20. júní
Sælt veri fólkið.  Get verið á bíl með pláss fyrir auka bát og rass.  Eða verið þessi auka rass og bátur ef einhver er með laust pláss.

kv. Þormar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2020 20:40 #5 by Martin
Replied by Martin on topic Straumfjörður 20. júní
Ég þigg farið - takk Sveinn!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2020 09:15 #6 by Sveinn Muller
Hæ,
laust pláss hjá mér. 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 jún 2020 23:48 #7 by indridi
Replied by indridi on topic Straumfjörður 20. júní
Mig langar líka með,

Kveðja,
Indriði

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 jún 2020 11:21 #8 by SAS
Replied by SAS on topic Straumfjörður 20. júní
Nokkur foröföll hafa verið s.l. tvo daga.  Erum núna 13 með Martin sem vantar far

Þormar, Sveinn Muller, Stefán Snorri, Martin! 
Spurning að þið getið sameinast í tvo bíla?

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 jún 2020 09:14 - 17 jún 2020 20:41 #9 by Martin
Replied by Martin on topic Straumfjörður 20. júní
Mig langar með - en vantar far...

Martin 7730323

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 jún 2020 21:29 #10 by Larus
Replied by Larus on topic Straumfjörður 20. júní
tilkynni hér með forföll okkar Kollu

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 jún 2020 10:21 #11 by RAD
Replied by RAD on topic Straumfjörður 20. júní
Sign  me in pleas
Kv.Rad

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 jún 2020 08:08 #12 by Sveinn Muller
Það má endilega skrá mig.

Takk,
Sveinn Muller,
844 4240.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2020 17:28 - 19 jún 2020 10:53 #13 by SAS
Það er núna vika í róðurinn frá Straumsfirði á Mýrum.   
Vegna æða-og kríuvarps þá var takmörkun sett á fjölda ræðara sem miðaðist við 6 bíla, þ.e. 12 ræðara.  En þar sem róðurinn frestaðist um viku og verður 20. júní, þá höfum við fengið heimild til að mæta á 10 bílum, eða 20 kayakræðarar.  Þurfum að fara varlega, bæði þegar ekið er að Straumfirði og  á svæðinu.

Planið stendur óbreytt og má lesa um í Dagskránni  á vef Kayakklúbbsins.  Það er ekki endanlega ákveðið hvaðan við sjósetum, kemur betur i ljós þegar nær dregur.

Það er lykilatriði að við sameinumst í bíla, tveir í bíl,   Við megum ekki keyra utan vegslóða, þar sem kríuvarpið er um allt, á það einnig við í Straumsfirði.

Það bókaðist strax í ferðina þegar hún var birt á vefnum okkar og "seldist" hratt upp, en 7 pláss eru sem sagt laus, þegar þetta er ritað.

Þau sem eru bókuð núna eru eftirfarandi:
01. Bíll 1: Sveinn Axel
02. Bíll 1: Hildur 
03. Bíll 2: Guðni
04. Bíll 2: Gísli Karls
05. Bíll 3: Valgeir
06. Bíll 3: Hrefna
07. Bíll 4: Stefán Alfreð
08..Bíll 4: Gauti 
09. Bíll 5: Sveinn Muller
10. Bíll 5: Martin
11. Bíll 6: Þormar
12  Bíll 6: Jón Gunnar
13. Bíll 7: Stefán Snorri
14. Bíll 7: Indriði

Þið þrír sem eruð ekki skráðir á bíl, megið gjarnan tala ykkur saman og sameinast í bíl(a)

Ef þið sem eruð bókuð forfallist þá megið gjarnan láta mig vita sem fyrst,.

Áhugasamir sendið tölvupóst á sveinnaxel@gmail.com og hafið GSM númerið ykkar í póstinum eða hringið

Þetta er þriggja ára ferð , um og yfir 20 km.

Planið er að allir leggi á stað frá Rvk. kl 08:00 þann 20. júní,

kveðja
Sveinn Axel
Gsm 6607002
sveinnaxel@gmail.com

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum