Sæll, það er einfalt að fara að brúnni yfir Hvítá norðan Bláfells og róa þaðan upp ána, straumur er hægur og maður er fljótur upp í lygnu og svo á vatnið. Og ágætt að fara tilbaka undan straumnum. Upp við skriðjökulinn er gott að lenda vestan megin og ganga að jöklinum, - varast þarf að fara of nærri jökulstálinu því hrun verður án forboða. Það er frábært að tjalda yfir nótt í Karlsdrætti, en ef ganga á upp úr Karlsdrætti í Leggjabrjót til að njóta útsýnisins þá þarf að hafa með sér góða gönguskó, nafngiftin er ekki að ástæðulausu.......