Hvítárvatn

11 júl 2007 15:20 #1 by Reynir Tómas
Replied by Reynir Tómas on topic Re:Hvítárvatn
Sæll, það er einfalt að fara að brúnni yfir Hvítá norðan Bláfells og róa þaðan upp ána, straumur er hægur og maður er fljótur upp í lygnu og svo á vatnið. Og ágætt að fara tilbaka undan straumnum. Upp við skriðjökulinn er gott að lenda vestan megin og ganga að jöklinum, - varast þarf að fara of nærri jökulstálinu því hrun verður án forboða. Það er frábært að tjalda yfir nótt í Karlsdrætti, en ef ganga á upp úr Karlsdrætti í Leggjabrjót til að njóta útsýnisins þá þarf að hafa með sér góða gönguskó, nafngiftin er ekki að ástæðulausu.......

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 júl 2007 03:55 #2 by SAS
Hvítárvatn was created by SAS
Hvar er best að koma kayökum og búnaði að Hvítárvatni? Er einhver \"löglegur\" slóði sem liggur að vatninu? Finn engan slóða sunnan megin sem fer nær vatninu en sem nemur ca 500 metrum.

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum