Ég sé að vinur okkar Simon er kominn með siglingafræðikúrs á feisbook.(online seakayaking) Það er löngu kominn tími til að velta þeim málum fyrir sér.
Við í þessu sjókayaksporti þurfum helst að hafa nokkra hluti á hreinu varðandi það skemmtilega fag. Tækniskólinn býður uppá námskeið
tskoli.is/namskeid/skemmtibatanamskeid/
sem kemur sér vel fyrir þá sem hafa aðgang að bátum upp að 24m hér er klásúlan um það:
www.samgongustofa.is/siglingar/krofur-til-skipa/skemmtibatar/
Hvað okkur á sjókayak varðar þarf ekki nein aukaréttindi þar sem að það eru fley undir 6m lengd. Margir hafa samt gaman að spá í þessa hluti og þetta er eitt skemmtilegasta fag sem til er.
Með allri þessari handhægu tækni sem aðgengileg er núna mætti kannski halda að þekking á þessum fræðum væri úrelt. Kannski finnst einhverjum það en mér finnst að allir sem koma að þessu sporti og siglinasporti almennt ættu að hafa einhverja lágmarksþekkingu.
Í okkar tilfelli held ég að mikilvægast sé að kunna á kompás og geta gert sér grein fyrir straumum og sjávarföllum. Ef þið hafið spurningar um þessi atriði þá megið þið alveg láta það vaða hér og ég reyni að finna útúr því.
kv.
Ágúst Ingi