Mæting er á Nesjum, bújörð við enda Nesjavegar (sjákort) kl. 9:30. Áætluð sjósetning er kl. 10:00. Róið verður sem leið liggur út í Sandey, framhjá Nesjaey og Heiðarbæjahólma. Áð verður í Sandey og eyjan skoðuð sé áhugi fyrir hendi, þannig að búast má við góðu stoppi þar áður en róið er sömu leið til baka. Fyrir þá sem þess óska hefur leyfi verið veitt til að tjalda út í eynni. Þetta er einnar árar ferð og því vel fær flestum en þess ber þó að geta að í vindi getur aldan á vatninu orðið nokkuð kröpp. Róðrarleið er u.þ.b. 10 km (plús, mínus).
Tvær leiðir eru á svæðið. Hægt er að keyra gegnum Mosfellsdalinn og beygt til hægri á Grafningsveg Efri (vegur nr. 360). Þeim vegi er svo fylgt þar til komið er aðeins út fyrir enda vatnsins en þá er beygt inn á Nesjaveg sem liggur að bænum. Leyfi er til að tjalda út í eynni fyrir þá sem það kjósa en gott væri að vita hverjir hygðust nýta sér það svona til að láta landeiganda vita.
Einnig er hægt að keyra Nesjavallaveg (vegur nr. 435), frá honum er beygt til vinstri inn á Grafningsveg (nr. 360) og keyrt ca 4 km þar til beygt er til hægri inn á Nesjaveg (vegaskiltið vísar á Nesja). Sjá mynd.
Melding er hér á korkinum. Ef þið ætlið að tjalda og eins ef þið hafið pláss fyrir aukarass og bát væri gott að smella því með ......og sem fyrr (vonandi í síðasta sinn) óska ég hér með eftir fari fyrir einn rass og rauðan Romany.
Í lokin vil ég biðja fólk um að virða tveggja metra regluna ogönnur tilmæli sem gefin eru út af stjórnvöldum.
F.h.ferðanefndar
Perla