Nokkrar spurningar frá byrjanda

16 sep 2020 20:50 - 16 sep 2020 20:51 #1 by Sigurður Grétars

Sæll Siggi
Nú fer að kólna og aðstæður til róðrar verða meira krefjandi. Best er að hafa róðrarfélaga á þessum árstíma. Sími gerir ekkert þegar maður er kominn í sjóinn með krókloppnar hendur. Talstöð jú kannski en þá er best að hafa hana í poka þó að hún sé vatnsheld og hún þarf að vera fullhlaðinn og einhver þarf að vera að fylgjast með á þeirri rás sem þú hefur stillt á. Nema að þú sért að hafa hana til að geta kallað neyðarkall. Þá er rás 16 og nauðsynlegt að hafa þokkalega góða staðsetningu til að geta tilkynnt. Í kringum Eyjar breytist veður oft skyndilega og því þarf að skoða veðurspá vel. En best er að hafa róðrarfélaga og báðir með síma sem þeir geta notað vandræðalaust með blauta putta og kalda. Félagsróðar klúbbsins eru fínn staður til að sjá hvaða búnaður er til og hvernig hann er notaður.
kv
Ágúst Ingi


Takk fyrir, Ágúst.

Þú bendir á að veður breytist of skyndilega hérna í kringum Eyjar og það er auðvitað rétt. Ég hef ekki enn lagt í að fara útfyrir innsiglinguna hérna, er að reyna að safna í reynslubankann varðandi það að sigla í einhverri öldu. Kominn nokkur skref í því. 

Það er eiginlega þessvegna sem ég var að spyrja um talstöð o.þh. Vill hafa öryggið á oddinum ef allt skyldi nú fara á hliðina.

Það er tvennt sem er varasamt hérna í Eyjum, þú ert eiginlega kominn út á rúmsjó um leið og þú ert kominn út úr innsiglingunni og svo er líka mjög lítið um fjörur ef maður skyldi lenda í sjónum og kemst einhverra hluta vegna ekki upp í bátinn aftur. Hef aðeins verið að æfa mig í því en betur má ef duga skal. 

Og þar sem ég er ekki mjög vanur (ennþá) og með frekar lítið hjarta þá ætla ég að halda æfingum áfram í innsiglingunni þar til meiri reynsla fæst :) Og vonandi fær maður fleiri með, ómetanlegt öryggi að vera fleiri en einn að dinglast þetta. 

Væri gaman að kíkja í heimsókn í klúbbinn við tækifæri og taka þátt í félagsróðri með ykkur. Alltaf gott að sjá hvernig menn bera sig að og eru búnir. 

Takk fyrir svarið.  

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 sep 2020 21:43 #2 by Ingi
Sæll Siggi
Nú fer að kólna og aðstæður til róðrar verða meira krefjandi. Best er að hafa róðrarfélaga á þessum árstíma. Sími gerir ekkert þegar maður er kominn í sjóinn með krókloppnar hendur. Talstöð jú kannski en þá er best að hafa hana í poka þó að hún sé vatnsheld og hún þarf að vera fullhlaðinn og einhver þarf að vera að fylgjast með á þeirri rás sem þú hefur stillt á. Nema að þú sért að hafa hana til að geta kallað neyðarkall. Þá er rás 16 og nauðsynlegt að hafa þokkalega góða staðsetningu til að geta tilkynnt. Í kringum Eyjar breytist veður oft skyndilega og því þarf að skoða veðurspá vel. En best er að hafa róðrarfélaga og báðir með síma sem þeir geta notað vandræðalaust með blauta putta og kalda. Félagsróðar klúbbsins eru fínn staður til að sjá hvaða búnaður er til og hvernig hann er notaður.
kv
Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 sep 2020 20:21 #3 by Sigurður Grétars

Sæll,

Síminn : eins og Örlygur var búinn að minnast á, eru vatnsheld hulstur bara nokkuð góð. Spurning að slökkva á læsingunni á símanum  - mér hefur ekki gengið vel að teikna inn svona aflæsimynstur með sjóblautar hendur, hvað þá að nota fingrafaraskannann til að aflæsa.

Varðandi vind og ölduhæð, þá er hér  ölduhæðarspá  frá vegagerðinni, sem getur verið praktísk.

Kveðja,
Indriði


Góður punktur, trúi því vel að það sé ekki hlaupið að því að aflæsa símanum rennandi blautur. 

Og takk fyrir hlekkinn á Vegagerðina, hef einhverntímann kíkt á þetta. Skoða það betur. 

Takk fyrir góð ráð. 

Siggi G

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 sep 2020 20:19 #4 by Sigurður Grétars

...snúru í merkingunni bara öryggisspotta úr björgvestinu í símann. Til að missa hann ekki frá sér ef maður er að handleika hann. 


Já, ég skil núna :) auðvitað, það er góður punktur. Takk fyrir það. 

Siggi G

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 sep 2020 23:12 #5 by Orsi
...snúru í merkingunni bara öryggisspotta úr björgvestinu í símann. Til að missa hann ekki frá sér ef maður er að handleika hann. 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 sep 2020 22:33 #6 by indridi
Sæll,

Síminn : eins og Örlygur var búinn að minnast á, eru vatnsheld hulstur bara nokkuð góð. Spurning að slökkva á læsingunni á símanum  - mér hefur ekki gengið vel að teikna inn svona aflæsimynstur með sjóblautar hendur, hvað þá að nota fingrafaraskannann til að aflæsa.

Varðandi vind og ölduhæð, þá er hér  ölduhæðarspá  frá vegagerðinni, sem getur verið praktísk.

Kveðja,
Indriði

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 sep 2020 18:14 #7 by Sigurður Grétars
Takk fyrir svarið. Er með símann í vatnsheldu hulstri, gott að vita að hann er ekki eins gagnslaus á sjó og ég hélt.

Þegar þú segir " Þú setur hann í vestisvasa og hefur snúru úr síma í vasa", ég er ekki alveg að ná þessu? Snúru úr símanum og í hvað? Heyrnatól/míkrófón eða eitthvað þessháttar? 

Já, skoðaði aðeins Standard Horizon talsvöðvar á netinu. Sé að þær eru frá um 40 þúsund og uppúr hjá Vélasölunni. Til dæmis þessi  hérna .
Ekki ákaflega ódýrt, en gott að vita af þessu. Mögulega fjárfestir maður í svona í framtíðinni. 

Takk aftur fyrir svarið, eitthvað til að hafa í huga. 

Siggi G

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 sep 2020 15:38 - 13 sep 2020 15:53 #8 by Orsi
Sláum ekki símana útaf borðinu. Sími í vatnsheldu hulstri er notadrjúgur og mikilvægur. Þú setur hann í vestisvasa og hefur snúru úr síma í vasa. Alltaf hægt að hringja. Sea to Summit hulstrin í Fjallakofanum eru frábær. Reynslan af blysum er sú að þetta sést anskotann ekkert. En sakar ekki að hafa eitthvað af þeim. Ekki treysta á þau samt.

 VHF handstöðvar eru ekki ódýrar þannig lagað. Aðalatriðið að hafa þær vatnsheldar.  Góð reynsla af Standard Horizon sjóstöðvum. Vélasalan selur þetta. Og margir með aðrar tegundir. N1 og fleiri. Sími og talstöð og þá ertu vel settur. Og læra á stöðina. Rás 16 neyðarrás. Vaktstöð siglinga tekur við boðum á henni. Rás 9 líka brúkuð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 sep 2020 14:58 #9 by Sigurður Grétars
Komið þið öll sæl. Eftir um tveggja ára pásu er ég byrjaður að fara á sjóinn. Bakterían er farin að láta aftur á sér kræla :)

Mig langar að spyrja nokkurra spurninga, vona að það sé í lagi. 

1) Nú er ég bara með farsíma um borð, sem auðvitað er hálf gagnslaust tæki ef eitthvað skyldi koma fyrir. Blys væri gott að fá sér, en getur einhver mælt með tiltölulega ódýrri talstöð eða einhverju þvíumlíku sem hægt væri að vera með til að ná sambandi við land ef allt færi á versta veg? Við hvern mynduð þið þá hafa samband, ef svo ber undir?
Ef ekki talstöð, hvað annað er í boði? Eitthvert tæki sem gæti sent frá sér neyðarmerki mögulega? 

2) Eruð þið að nota eitthvað app eða vefsíðu til að athuga með vind og ölduhæð? Segjum að mig langi að skella mér á sjóinn seinnipartinn, er eitthvað til sem maður getur kíkt á til að sjá aðstæður í sínu nánasta umhverfi?

3) Þeir sem eru að taka vídeó og myndir af kayakinum, hvernig festingar eruð þið að nota á kayakinn til að festa myndavélina á? (GoPro eða eitthvað því líkt)

Er í Vestmannaeyjum, því miður eru mjög fáir hérna á kayak, tuðrur og hraðbátar eru tiltölulega algengir (með tilheyrandi hávaða og látum, en það er svo annað mál) 

Væri skemmtilegt að fá félagsskap, vonandi tekst manni að plata einhverja fleiri til að byrja í sportinu. Ætla að minnsta kosti að mæla með þessu við þá sem spyrja og bjóða þeim að prófa ef ég get. 

Að endingu langar mig að setja hérna inn stutt vídeó sem ég gerði um daginn, var að prófa myndavélina í blíðunni sem við fengum seinnipartinn í ágúst. Vonandi hefur einhver gaman af. 

Takk fyrir. 

Siggi G

 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum