- Posts: 10
Sæll Siggi
Nú fer að kólna og aðstæður til róðrar verða meira krefjandi. Best er að hafa róðrarfélaga á þessum árstíma. Sími gerir ekkert þegar maður er kominn í sjóinn með krókloppnar hendur. Talstöð jú kannski en þá er best að hafa hana í poka þó að hún sé vatnsheld og hún þarf að vera fullhlaðinn og einhver þarf að vera að fylgjast með á þeirri rás sem þú hefur stillt á. Nema að þú sért að hafa hana til að geta kallað neyðarkall. Þá er rás 16 og nauðsynlegt að hafa þokkalega góða staðsetningu til að geta tilkynnt. Í kringum Eyjar breytist veður oft skyndilega og því þarf að skoða veðurspá vel. En best er að hafa róðrarfélaga og báðir með síma sem þeir geta notað vandræðalaust með blauta putta og kalda. Félagsróðar klúbbsins eru fínn staður til að sjá hvaða búnaður er til og hvernig hann er notaður.
kv
Ágúst Ingi
Please Innskráning or Create an account to join the conversation.
Please Innskráning or Create an account to join the conversation.
Sæll,
Síminn : eins og Örlygur var búinn að minnast á, eru vatnsheld hulstur bara nokkuð góð. Spurning að slökkva á læsingunni á símanum - mér hefur ekki gengið vel að teikna inn svona aflæsimynstur með sjóblautar hendur, hvað þá að nota fingrafaraskannann til að aflæsa.
Varðandi vind og ölduhæð, þá er hér ölduhæðarspá frá vegagerðinni, sem getur verið praktísk.
Kveðja,
Indriði
Please Innskráning or Create an account to join the conversation.
...snúru í merkingunni bara öryggisspotta úr björgvestinu í símann. Til að missa hann ekki frá sér ef maður er að handleika hann.
Please Innskráning or Create an account to join the conversation.
Please Innskráning or Create an account to join the conversation.
Please Innskráning or Create an account to join the conversation.
Please Innskráning or Create an account to join the conversation.
Please Innskráning or Create an account to join the conversation.
Please Innskráning or Create an account to join the conversation.