Sumir vita hvað ég er að hugsa um þegar þeir sjá yfirskriftina.
Flestum okkar finnst tíminn streyma í eina átt, mishratt að vísu. Sumir hraða sér áfram eins og í streitu nútímans, aðrir slaka á og tíminn kemur samt til þeirra með viðburði lífsins eins og klettar og flúðir koma móti þeim sem situr í straumkajak.
Á sjó í góðu veðri er hægt að vera "tímalaus", ekkert gerist og þú ert í eins konar núvitund, í ánni getur þú reynt að slaka á og stöðva straum tímans en flúðirnar koma hratt móti þér.
Svo er það sú óvenjulega og sterka reynsla, þegar eitthvað hættulegt gerist oft mjög hratt, en í skynjun manns hægir tíminn á sér og manni finnst allt gerast mjög hægt og maður hefur meira svigrúm til að skoða stöðuna.