Tímaskyn og straumróður

26 sep 2020 22:53 - 26 sep 2020 22:55 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Tímaskyn og straumróður
Jú þetta hringir einhverjum bjöllum Gísli.
 þegar straumvatnsliðar héldu sinn árlega "kynningarróður" einvherntímann fyrir löngu tók ég  son minn og besta vin hans með,
þeir voru þá innan við tvítugt.
Til að gera langa sögu stutta þá segja þeir félagar að aldrei hafi þeir skemmt sér eins vel og einmitt í þessari ferð.
Tíminn ( og vatnið) 
gjörsamlega réðst á okkur og það var enginn undankomuleið. 
kv
Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 sep 2020 11:50 - 25 sep 2020 11:51 #2 by Gíslihf
Sumir vita hvað ég er að hugsa um þegar þeir sjá yfirskriftina.
Flestum okkar finnst tíminn streyma í eina átt, mishratt að vísu. Sumir hraða sér áfram eins og í streitu nútímans, aðrir slaka á og tíminn kemur samt til þeirra með viðburði lífsins eins og klettar og flúðir koma móti þeim sem situr í straumkajak.
Á sjó í góðu veðri er hægt að vera "tímalaus", ekkert gerist og þú ert í eins konar núvitund, í ánni getur þú reynt að slaka á og stöðva straum tímans en flúðirnar koma hratt móti þér.
Svo er það sú óvenjulega og sterka reynsla, þegar eitthvað hættulegt gerist oft mjög hratt, en í skynjun manns hægir tíminn á sér og manni finnst allt gerast mjög hægt og maður hefur meira svigrúm til að skoða stöðuna.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum