Félagsróðrar aftur af stað með breyttu sniði vegna Covid-19.

11 des 2020 14:27 #1 by Guðni Páll
Kæru félagsmenn

Mig langar að byrja á því að þakka félagsmönnum fyrir tillitsemi og skilning á þessum sérstöku tímum einnig góða umgengni í félagsaðstöðu okkar í Geldinganesi.
Áfram verður hvatt til sérstaks hreinlætis, handþvottar og notkunar handspritts.
Félagsróðrar aftur af stað en áfram með breyttu sniði.
Ennþá eru takmarkanir og 2 metra reglan er áfram við lýði, því hefur stjórnin ákveðið að halda áfram með lokun á búningsaðtöðuni í félagsróðrum.
Hámarks fjöldi í hverjum félagsróðri er 10 manns og er okkur skylt að fylgja því.
Róðrar á þessu tímabili eru eingöngu fyrir þá sem hafa lokið byrjendanámskeiði eða sambærilegri þjálfun.
Félagabjarganir eru undir stjórn róðrastjóra og framkvæmdar með 2 metra reglu í huga.
Notkun búningsaðstöðu verður óheimil í félagsróðrum.
Róðrarstjóri mun sjá til þess að opna lyklaskáp og koma lyklum út á bekk.
Róðrarstjóri skipar aðstoðarmenn í hverjum róðri sem munu aðstoða við framkvæmd.

A.T.H
Ef róðrarstjóri mætir ekki þarf hópurinn að tryggja að ekki fleiri en 10 þáttakendur sé með
.
Róðrarstjórar ættu að setja auglýsingu inná facebook síðu klúbbsins (korkinn) fyrir hvern róður og óska eftir skráningu inná þráðinn.

F.h stjórnar
Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 okt 2020 22:28 - 07 okt 2020 07:57 #2 by Guðni Páll
Kæru félagsmenn

Í ljósi nýjustu tíðinda hefur stjórn Kayakklúbbsins ákveðið að allir viðburðir á vegum klúbbsins falli niður á meðan hertar aðgerðir eru í gildi..
Við minnum á að hreinlæti er helsta vopnið gegn smiti og hvetjum notendur aðstöðunnar til að halda henni hreinni.

F.H stjórnar
Guðni Páll Viktorsson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum