Hringanóri?

09 nóv 2020 11:32 - 09 nóv 2020 11:33 #1 by Ingi
Hringanóri? was created by Ingi
Um hádegið í gær fór ég smá túr inni í Leirvog. Það var háflóð og austanátt en ekki hvasst. Reri meðfram ströndinni og rétt sunnan við Leirvogshólmann sá ég tvo seli. Þeir voru aðeins stærri en þessir kópar sem við sjáum oft á þessum slóðum og komu næstum alveg að mér. Greinilegir hringir í feldinum. Ég man ekki eftir að hafa séð hringanóra hér áður og gaman væri ef aðrir eru að sjá þessa seli hér. Þorbergur var á hjólastígnum og við spjölluðum aðeins saman og hann sá þá líka. Hér er linkur á kvikindið:

is.wikipedia.org/wiki/Hringan%C3%B3ri

kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum