Strik

23 nóv 2020 14:23 - 23 nóv 2020 14:26 #1 by Ingi
Strik was created by Ingi
Í dag þegar allt er komið í tæknibúnað sem rúmast fyrir í úrinu fyrnist smátt og smátt yfir þær aðferðir sem notaðar voru í aldaraðir við að komast á milli staða á hafinu. Það er ekki líklegt að það komi sjókayakræðurum til neins gagns en gaman að rifja það upp. Stefnur voru kallaðar strik. Samanber orðatiltæki eins og að halda sínu striki. Þetta strik er þannig tilkomið að þegar kompásinn er skoðaður þá eru mest áberandi höfðuðáttirnar. Á milli þeirra eru áttir sem heita þá NV, NA SV og SA. þær eru þá eins og X á milli Norður, Austur, Suður og Vestur. Ef þær eru helmingaðar eru þá komnar NNA, ANA, ASA, SSA og svo SSV, VSV NNV og VNV. Bilið á milli þessara átta er helmingurinn af 45° eða 22°5' og næst eru þá strikin sem eru 11°2,5' 
Nú er þetta lítið notað og það kæmi mér á óvart ef þetta  er enn kennt í Tækniskólanum sem tók við af Stýrimannaskólanum fyrir nokkum árum. 
4 strika miðun  var ein aðferð til að mæla fjarlægð að ákveðnum punkti í landi Til að mæla hraðann úti á rúmsjó þar sem ekki var hægt að sjá til himintúngla eða til lands var tímaglas og flundra sem kastað var í sjóinn í flundruna var spotti sem á voru hnútar. Svo þegar flundran var komin í sjóinn fyrir aftan skipið töldu menn hnútana sem fóru út á þeim tíma sem mældur var. Með þessu fékkst ágæt hugmynd um hraða skipsins. 

Nú er sólin lágt á lofti um hádegi og heldur áfram að lækka í mánuð viðbót.
Hnattstaða Reykjavíkur er sögð vera 64°08´5 N og 21°55´6 V  Klukkan hér er miðuð við hádegi í Greenwich sem er á 0° lengdarbaug. Það gerir tímann hér í Reykjavík ca 1,5 klst á undan því sem hún ætti að vera.
Hér er skemmtilegur pistillum klukkur og tímamælingar: www.almanak.hi.is/timi/timinn.html og svo hér:
halo.internet.is/stopull.pdf um staðsetningu borgarinnar.
Ingi
The following user(s) said Thank You: Gunni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum