Hálendisþjóðgarður

15 des 2020 12:23 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Hálendisþjóðgarður

Fróðlegar umræður eiga sér stað nú um þennan Hálendisþjóðgarð. Það sem ég hef ekki séð ennþá eru gild rök fyrir breytingu á núverandi fyrirkomulagi. Það er örugglega hægt að bæta margt í þessum öræfamálum. Þetta minnir mann svolítið á það þegar býfluga er skotin með haglabyssu. Jú það ber tilætlaðan árangur en eitthvað aðeins meira sem ekki var búið að skoða alveg til enda. En svona er stjórnsýslan í dag.

Ein helsta ástæða fyrir þessum rosalega æðibunugangi núna er fyrir utan að fá fólki eitthvað annað til að tala um en fyrirsjáanlegar hörmungar í rekstri ríkis og bæja er þessi hér t.d:
". KAFLI
Stjórnun Hálendisþjóðgarðs.
6. gr.Stjórnskipulag.
    Hálendisþjóðgarður er ríkisstofnun og fer ráðherra með yfirstjórn mála er varða þjóðgarðinn.
    Með stjórn Hálendisþjóðgarðs fer sérstök stjórn skipuð af ráðherra, sbr. 8. gr., og samkvæmt því sem nánar er tilgreint í 9. gr. Umdæmisráð fara með málefni rekstrarsvæða þjóðgarðsins, sbr. 11. og 12. gr.
    Forstjóri Hálendisþjóðgarðs framfylgir stefnumótun og áætlunum sem samþykktar hafa verið af hálfu stjórnar Hálendisþjóðgarðs og ber ábyrgð á stjórnun og rekstri þjóðgarðsins.

7. gr.Forstjóri.
    Ráðherra skipar forstjóra Hálendisþjóðgarðs til fimm ára í senn. Forstjóri skal hafa háskólamenntun sem nýtist í starfi.
    Forstjóri ber ábyrgð á stjórnun og rekstri Hálendisþjóðgarðs gagnvart ráðherra og annast daglegan rekstur stofnunarinnar. Forstjóri ber ábyrgð á:
     a.      að stofnunin starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli,
     b.      fjárreiðum stofnunarinnar og reikningshaldi, að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt og í samræmi við ársáætlun, að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma séu í samræmi við fjárveitingar og gerð ársáætlunar fyrir stofnunina að fenginni tillögu stjórnar og
     c.      yfirstjórn starfsmannamála.
    Forstjóri skal tryggja að stjórn Hálendisþjóðgarðs og umdæmisráð hafi nægar upplýsingar til að undirbúa og leggja fram tillögur að ársáætlun, sbr. 3. tölul. 9. gr. Þá skal forstjóri tryggja fullnægjandi upplýsingagjöf að öðru leyti til stjórnar og umdæmisráða við undirbúning ákvarðana þannig að þeim sé unnt að uppfylla skyldur sínar samkvæmt lögum þessum. Hálendisþjóðgarður setur verklagsreglur um upplýsingagjöf og undirbúning funda stjórnar og umdæmisráða."

Jú jú það vantar örugglega bílaplan einhverstaðar og eitthvað smálegt annað en einhverjir koma út með smá hagnaði þegar allt er fallið í réttar skorður.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 des 2020 23:43 - 10 des 2020 02:38 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Hálendisþjóðgarður
Það verður opnuð gestastofa, ein eða fleiri, bílastæði gerð á ákveðnum svæðum, gönguleiðir merktar og settar á kort. Einhverjum drullusvæðum hugsanlega lokað fyrir frekari ágangi og umferð beint framhjá með skiltum, klósett opnuð, landverðir ráðnir sem gegna hlutverki fræðslu, eftirliti og viðhaldi. Þetta er svona klassíska módelið, Þetta er allt saman mjög vinveitt útivistarfólki samkvæmt minni reynslu og ýtir undir ferðamennsku frekar en hitt. Sú sviðsmynd að leyfi þurfi til að ferðast eitthvað innan þjóðgarðs er fjarri raunveruleikanum. Að róa Langasjó verður ekki leyfisskylt,af þeirri ástæðu einni að hann er innan þjóðgarðs, Það þarf ekki ferðaleyfi nema á svæði sem eru í strangasta friðlýsingaflokki  s.s.í Surtsey eða álíka. Fyrr verður bannað að fara í Flatey eða Hornstrandir (hvorttveggja friðlýst) en Langasjó.  
21. gr. fjallar um leyfamálin og það á bara við um stærri viðburði sem kalla á mannafla og tækjavesen innan þjóðgarðs, kvikmyndatökur á stórum skala o.þ.h.  

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 des 2020 16:54 #3 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Hálendisþjóðgarður
Við föllum væntanlega undir þetta:

18. gr.Dvöl, umgengni og umferð í Hálendisþjóðgarði.
    Almenningi er heimil för um Hálendisþjóðgarð og dvöl þar í lögmætum tilgangi.
    Öllum er skylt að ganga vel um náttúru Hálendisþjóðgarðs og menningarminjar og sýna ýtrustu varúð og tillitssemi svo að náttúru, menningarminjum og mannvirkjum þjóðgarðsins verði ekki spillt. Gestum Hálendisþjóðgarðs er skylt að hlíta fyrirmælum starfsmanna þjóðgarðsins um umgengni og háttsemi í þjóðgarðinum.
    Í reglugerð sem ráðherra setur skal setja reglur um dvöl, umgengni og umferð í Hálendisþjóðgarði, þ.m.t. tjöldun og umferð gangandi, ríðandi og hjólandi vegfarenda, sem og um umferð vélknúinna ökutækja, báta, skipa, loftfara, flygilda og hvers konar annarra farartækja í þjóðgarðinum. Þá er heimilt að setja reglugerð um köfun og aðra útivistarstarfsemi innan Hálendisþjóðgarðs í því skyni að tryggja vernd náttúru og öryggi fólks.


Gilda þá ekki vatnalögin inni í þjóðgarðinum? Situr allavega ekki nógu vel í mér verð ég að viðurkenna. Ekki heldur síðasta setningin. Ég skil auðvitað að það þurfa að vera einhverjar reglur en í tilfelli okkar ræðara þá get ég garanterað að við erum best til þess fallin að tryggja öryggi okkar.

Sammála Gunna, ég vil punkta um nákvæmlega hvaða þýðingu þetta hefur fyrir mig sem útivistarunnanda og ekki síst straumkajak ræðara. Ísland er meir og meir að komast á straumkajak kortið og væri synd ef sú þróun myndi stöðvast.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 des 2020 15:41 - 09 des 2020 15:56 #4 by Grímur
Replied by Grímur on topic Hálendisþjóðgarður
Nú hef ég ekki verið með í einhvern tíma og ég veit ekki hvernig þetta er með Þerney og Gróttu se, ég hef heimsótt í gegnum tíðina ásamt fleiri stöðum?
Megum við koma við þar á okkar kajökum?
Annars hljómar vel að láta sig dreyma um ferð til Noregs
Kajakktur på Sunnmøre - Fra Tafjord til Geiranger | Bergans

Eitt einfalt dæmi þyrftum nú við leyfi til að fara upp á Langasjó og róa þar ef þessi lög fara í gegn?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 des 2020 10:55 #5 by sveinnelmar
Replied by sveinnelmar on topic Hálendisþjóðgarður
Það er kannski ágætis byrjun að lesa frumvarpið áður en maður myndar sér skoðun.

Hér er það.

www.althingi.is/altext/151/s/0461.html

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 des 2020 09:18 - 09 des 2020 17:10 #6 by Gunni
Replied by Gunni on topic Hálendisþjóðgarður
Það er "umræða" á samfélagsmiðlum sem í raun segir ekki neitt.  Aðallega eru jeppakallar að þrýsta á undirskrift af því þetta sé svo "galið".
Hvað er galið, hvað er þetta.  
Monster og peningaleysi er ekki okkar að hafa áhyggjur af. 

Mig vantar að sjá punkta um hvað þetta snýst,  fyrir okkur sem kayak-fólk og fyrir mig sem áhugamann um útivist.

Við höfum "lent í" báðum tegundum landeigenda,  einka- og opinberra aðila sem vilja tálma og hindra leið okkar. 
Það virðist vera lenska að íslendingar líti á aðra sem bófa og skemmdarverkarmenn. Hafi viðkomandi íslendingur vald til hömlunar þá hendir að illa sé farið með það vald.   Vald er vandmeðfarið.

Hvor er líklegri til að bjóða okkur þjónustu ? 
Hvor er líklegri til leiða og leiðsegja?
Hvor er líklegri til að bjóða klósett og bílastæði?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 des 2020 08:32 #7 by Guðni Páll
Já ég er sammála þér með þá kenningu, mín skoðun er að svona þurfi einfaldlega að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu eða eitthvað álíka.

En ég skal taka þetta upp á fundi stjórnar og sjá hvernig landið liggur.

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 des 2020 16:19 #8 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Hálendisþjóðgarður
Sæll Guðni

Já ég sá á Facebook hvar þú (og mun fleiri vinir) stendur 😎. Eiginlega það sem kveikti á mér. 
Hallast sjálfur að því að hér sé verið að fara offari og úr verði eitthvert skrimsli sem aldrei verður sátt um. 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 des 2020 15:42 #9 by Guðni Páll
Sæll Jói

Stjórn klúbbsins hefur ekki tekið þetta fyrir hjá sér, en ég myndi telja eðlilegt að félagsmenn myndu ræða þetta tildæmis hérna í þessu þræði áðurn en við förum í það að setja þetta í formlegra ferli hjá stjórn.

Mér þætti gaman að sjá umræðum um þetta hérna, ég hef mína persónulega skoðun og vill ekki að hún endurspegli afstöðu klúbbsins.

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 des 2020 17:01 #10 by Jói Kojak
Hver er afstaða klúbbsins til fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs? 
Ég las skýrsluna sem kom úr nefnd Alþingis og þar aftast eru athugasemdir og svör við þeim. Sá ekki Kayakklúbbnum bregða fyrir þar og hef heldur ekki séð neina umræðu hér inni. 
Hva segið þið, kemur þetta kajakfólki ekkert við?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum