Fróðlegar umræður eiga sér stað nú um þennan Hálendisþjóðgarð. Það sem ég hef ekki séð ennþá eru gild rök fyrir breytingu á núverandi fyrirkomulagi. Það er örugglega hægt að bæta margt í þessum öræfamálum. Þetta minnir mann svolítið á það þegar býfluga er skotin með haglabyssu. Jú það ber tilætlaðan árangur en eitthvað aðeins meira sem ekki var búið að skoða alveg til enda. En svona er stjórnsýslan í dag.
Ein helsta ástæða fyrir þessum rosalega æðibunugangi núna er fyrir utan að fá fólki eitthvað annað til að tala um en fyrirsjáanlegar hörmungar í rekstri ríkis og bæja er þessi hér t.d:
". KAFLI
Stjórnun Hálendisþjóðgarðs.
6. gr.
Stjórnskipulag.
Hálendisþjóðgarður er ríkisstofnun og fer ráðherra með yfirstjórn mála er varða þjóðgarðinn.
Með stjórn Hálendisþjóðgarðs fer sérstök stjórn skipuð af ráðherra, sbr. 8. gr., og samkvæmt því sem nánar er tilgreint í 9. gr. Umdæmisráð fara með málefni rekstrarsvæða þjóðgarðsins, sbr. 11. og 12. gr.
Forstjóri Hálendisþjóðgarðs framfylgir stefnumótun og áætlunum sem samþykktar hafa verið af hálfu stjórnar Hálendisþjóðgarðs og ber ábyrgð á stjórnun og rekstri þjóðgarðsins.
7. gr.
Forstjóri.
Ráðherra skipar forstjóra Hálendisþjóðgarðs til fimm ára í senn. Forstjóri skal hafa háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Forstjóri ber ábyrgð á stjórnun og rekstri Hálendisþjóðgarðs gagnvart ráðherra og annast daglegan rekstur stofnunarinnar. Forstjóri ber ábyrgð á:
a. að stofnunin starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli,
b. fjárreiðum stofnunarinnar og reikningshaldi, að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt og í samræmi við ársáætlun, að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma séu í samræmi við fjárveitingar og gerð ársáætlunar fyrir stofnunina að fenginni tillögu stjórnar og
c. yfirstjórn starfsmannamála.
Forstjóri skal tryggja að stjórn Hálendisþjóðgarðs og umdæmisráð hafi nægar upplýsingar til að undirbúa og leggja fram tillögur að ársáætlun, sbr. 3. tölul. 9. gr. Þá skal forstjóri tryggja fullnægjandi upplýsingagjöf að öðru leyti til stjórnar og umdæmisráða við undirbúning ákvarðana þannig að þeim sé unnt að uppfylla skyldur sínar samkvæmt lögum þessum. Hálendisþjóðgarður setur verklagsreglur um upplýsingagjöf og undirbúning funda stjórnar og umdæmisráða."
Jú jú það vantar örugglega bílaplan einhverstaðar og eitthvað smálegt annað en einhverjir koma út með smá hagnaði þegar allt er fallið í réttar skorður.