Lífróður

16 des 2020 22:31 - 16 des 2020 22:41 #1 by Gíslihf
Lífróður was created by Gíslihf
Við munum að Guðni PálÍ reri undir yfirskriftinni "Lífróður" umhverfis landið. Í bók Árna Gíslasonar - Gullkistan, segir svo frá Bolungarvík fyrir tíma vélbátanna þ.e. fyrir 1900 og meðan víkin var opin án hafnargarða, aðeins litlir grjótgarðar utan um hverja vör: 

"Brimróður var nefndur lífróður, og þá urðu allir ræðararnir að taka á því sem þeir áttu til. Formaðurinn bíður eftir lagi til lendingar. Beðið er eftir síðustu báru af ólagi, því skipið fær á mikla ferð til landtökunnar og festist í mölinni og dregur ekki út í útsoginu, enda er oftast eitthvert hlé milli ólaganna. Komist skipið ekki svo hátt að það sitji fast að framan, er hætt við, að næsta ólag slái því flötu."

Þetta voru mest sexæringar en við þekkjum þetta frá erfiðum lendingum á sjókajak, en þá erum við bæði "ræðarar og formenn" en ekki verra að hafa góðan félaga upp í fjörunni til að grípa í stefnið, enda var enginn sem lét sitt eftir liggja þarna í Bolungarvík að hlaupa niður í fjöru og drífa bátinn upp.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum