Félagsróður 13 feb.

13 feb 2021 16:14 #1 by Martin
Replied by Martin on topic Félagsróður 13 feb.
Já þetta voru krefjandi aðstæður, en mjööööööög gott og nauðsynlegt að æfa líka í miklum vindi (allavega þarf ég á því að halda).

Takk, Lárus - endilega endurtökum þetta bráðum!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 feb 2021 14:45 #2 by RAD
Replied by RAD on topic Félagsróður 13 feb.
great honor as usual

Ps. who the heck  is that 'radislav' guy, huh :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 feb 2021 14:31 #3 by Ingi
Replied by Ingi on topic Félagsróður 13 feb.
Ég dáist að ykkur. Aðstæður hafa verið fyrir fullorðna í morgun.
Leyfi mér að benda á að þeir sem vilja róa á morgun geta komið í Hafnarfjörðin.

Kl 11 í fyrramálið er Þytur með félagsróður og ég reikna með að félagar úr Kayakklúbbnum séu velkomnir. 
kv
Ágúst Ingi
The following user(s) said Thank You: RAD

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 feb 2021 13:22 #4 by Larus
Replied by Larus on topic Félagsróður 13 feb.
Jú það var vindasamt  eins og maðurinn sagði, en nokkrir glerharðir ræðarar mættu í róður dagsins
sem gekk út á að stjórna kayaknum í vindi og öldum, snúa við,  róa fram og tilbaka  og róa þvert á ölduna, allkonar sem nauðsynlegt ar að hafa stjórn á.
Það gekk misjafnlega, helsta áskorunin var að komast frá landi þar sem öldurnar voru i takt við vindinn.....  miklar.
En frábær æfing i öruggu umhverfi austanmegin,  lærdóm sem draga má af æfingunni var að hafa hjálm á hausnum, ekki það að neinn velti en það var alveg boðið uppá slíkt, reyndar var Hörður svo forsjáll að vera rétt búin.

Það að koma sér í bátinn og út er æfing serm við æfum of sjaldan - það er ekki nóg að gera það bara þegar við förum i róður.

Hörður, Martin, Radislav og undirritaður æfðum.

lg


ps.
þar sem við misstum sundlaugaræfingu helgarinnar  og það sem af er vetri þá vil ég nefna að þegar Maggi er með námskeið getum við hin  notað báða dagana í lauginni , bara passa að við séum ekki að þvælast mikið  fyrir nýliðunum, þeir hafa líka gott af að sjá okkur hin og kynnast í pottaspjalli, gerir það auðveldara að mæta svo í róður.
The following user(s) said Thank You: RAD, Martin

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 feb 2021 12:53 #5 by RAD
Replied by RAD on topic Félagsróður 13 feb.
Aye aye Captain 😀
The following user(s) said Thank You: Larus

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 feb 2021 20:43 #6 by Larus
Félagsróður 13 feb. was created by Larus
Það verður róður,  mæting 9.30
gæti orðið vindasamt eins og ég les spána
eitthvað viðráðanlegt verður róið, 
jafnvel Geldinganes hringur.

Að róa i vindi er besta æfingin fyrir ferðir sumarsins..... 
þar sem ekki er hægt að stóla á gott veður alla daga.

mætið

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum