Jú það var vindasamt eins og maðurinn sagði, en nokkrir glerharðir ræðarar mættu í róður dagsins
sem gekk út á að stjórna kayaknum í vindi og öldum, snúa við, róa fram og tilbaka og róa þvert á ölduna, allkonar sem nauðsynlegt ar að hafa stjórn á.
Það gekk misjafnlega, helsta áskorunin var að komast frá landi þar sem öldurnar voru i takt við vindinn..... miklar.
En frábær æfing i öruggu umhverfi austanmegin, lærdóm sem draga má af æfingunni var að hafa hjálm á hausnum, ekki það að neinn velti en það var alveg boðið uppá slíkt, reyndar var Hörður svo forsjáll að vera rétt búin.
Það að koma sér í bátinn og út er æfing serm við æfum of sjaldan - það er ekki nóg að gera það bara þegar við förum i róður.
Hörður, Martin, Radislav og undirritaður æfðum.
lg
ps.
þar sem við misstum sundlaugaræfingu helgarinnar og það sem af er vetri þá vil ég nefna að þegar Maggi er með námskeið getum við hin notað báða dagana í lauginni , bara passa að við séum ekki að þvælast mikið fyrir nýliðunum, þeir hafa líka gott af að sjá okkur hin og kynnast í pottaspjalli, gerir það auðveldara að mæta svo í róður.