Aðalfundur Kayakklúbbsins 11.3.2021

10 mar 2021 18:52 - 10 mar 2021 19:00 #1 by Guðni Páll
Minnum á Aðalfund Kayakklúbbsins á morgun 11.mars í sal D í Íþróttamiðstöðinni Laugardal,
Engjavegi 6 og hefst kl. 20:00.

ATH! Grímuskilda verður inní sal og spritt á svæðinu.
Fundinum verður einnig streymt á Facebook síðu Kayakklúbbsins en ekki verður hægt að kjósa á aðalfundi í gegnum það fyrirkomulag.

Hlökkum til að sjá ykkur.kayakklubburinn.is/index.php/home/frir-m...klubbsins-11-03-2021

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 feb 2021 20:59 #2 by Guðni Páll
Aðalfundur Kayakklúbbsins  verður haldinn fimmtudaginn11. mars 2021 í sal D í Íþróttamiðstöðinni Laugardal,
Engjavegi 6 og hefst kl. 20:00.
Miðast þetta við að samkomutakmarkanir verði rýmri en þær eru í dag 18.2.2021
Efekki þá verður fundurinn haldinn rafrænt fyrir félagsmenn.

Dagskrá fundar þegar hann fer fram er eftirfarandi.
Samkvæmt 6. grein laga félagsins þurfa tillögurað lagabreytingum og önnur málefni, sem krefjast atkvæðagreiðslu að
tilkynnast stjórn
Kayakklúbbsins amk tveimur vikum fyrir aðalfund

Dagskrá aðalfundar:
 1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra og fundarritara.
 2. Skýrsla stjórnar lögð fram.
 3. Skýrslur nefnda lagðar fram.
 4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og útskýrðir.
 5. Umræða um skýrslu stjórnar, nefnda og reikninga.
 6. Reikningar bornir upp til samþykktar.
 7. Lagðar fram tillögur að lagabreytingum og bornar undir atkvæði.
 8. Önnur málefni sem borist hafa til stjórnar lögð fram og borin undir atkvæði.
 9. Kosning formanns og fjögurra meðstjórnenda sem skipta með sér verkum í samræmi við 9. grein.
 10. Ákvörðun félagsgjalda.
 11. Önnur mál.
 12. Fundargerð.
 13. Fundarslit.
 
Framboð til stjórnar ognefnda:

Uppstillingarnefnd er hvött til að virkja félagsmennað bjóða sig fram til stjórnar og nefnda á aðalfundi klúbbsins þann 11. Mars
 
Mikilvægt að ítreka að allir félagsmennsem hafa greitt félagsgjöld hafa rétt til að bjóða sig fram tilstjórnar og nefnda á aðalfundi, óháð  störfum uppstillingarnefndar og
setjandi stjórnar. Félagsmenn á aðalfundi kjósa um framboð til stjórnar.
Nánar má lesa um nefndarfólk og hlutverknefndanna á heimasíðunni okkar undir Klúbburinn - Nefndir.
 
Guðni Páll Viktorsson
Formaður Kayakklúbbsins

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum