Þingvallavatn í landi þjóðgarðsins

15 mar 2021 09:32 #1 by SAS
Ég tók þátt í einum fundi vegna þessarar stefnumótunnar,  Hef ekki séð þetta skjal fyrr en núna fyrst, þó ég hafi leita eftir því nokkrum sinnum áður.
Stefnumótun 2018 - Þjóðgarðurinn á Þingvöllum (thingvellir.is)

Á bls 46 segir:
"Heimilt verði, skv. nánari reglum sem þjóðgarðurinn setur, að sigla vélarlausum bátum á vatninu innan þjóðgarðsmarka. Miðað sé við að
heimildin nái til báta sem ekki þurfa aðstöðu á landi og auðvelt er að bera frá vatnsbakka að bíl."

Þannig að það er ekki lengur bannað að róa í landi þjóðgarðsins skv. ofangreindum texta, en hef ekki fundið þessar nánari reglur.  
Perla!  Veistu eitthvað meira um þetta?

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum