ÞAÐ er næturróður á miðvikudag. Mæting kl. 19 og stefnir í boðlegar aðstæður til sjávar sem er gott mál.
Með þessum róðri hefst formlega ferðadagskrá klúbbsins á sjálfu afmælistárinui, þannig að þetta er allt mjög merkilegt.
Nýliðar, sem hafa komið í 2-3 félagsróðra eiga fullt erindi í þetta. Setjið einhver ljós á ykkur eða bátinn. Ljóslaus ræðari fer ekki á sjó.