Sæl Perla.
Ég fór eitt sinn í Breiðafjarðarferð og hafði svona vél meðferðis og var mjög ánæður með það. Hún var höfð í hörðu, vatnsheldu og svampfóðruðu boxi, festu framan við mig, þannig var hún alltaf við hendina. Fótóval og Ljósmyndavörur í Skipholtinu selja slík box. Þau þola mikið hnjask og eru bærilega vatnsheld, en eru töluvert dýrari en vatnsheldir pokar.
Svo er annar möguleiki og hann er að fá sér "hnjaskmyndavél", sem þolir auk þess að fara marga metra á kaf í vatn. Dæmi um slíka vél er væri t.d. einhver Olympus Tough vélin, en annars bjóða flestir hinir stóru framleiðendur myndavéla slíkar vélar.
Svo eru það blessaðir símarnir, þeir þola flestir gott betur en að fara armslengd í kaf.
Kv.
Bjarni Kr.