Heilt og sælt veri fólkið
Það mætti flottur hópur til að sinna viðhaldi í aðstöðunniokkar nú í morgun. Mættir voru aðminnsta kosti 10 manns, sem gengu vel til verks allt til hádegis, að hætt var
og tekið til við kótelettuát næsta klukkutímann eða svo. Mikið og margt var rætt undir átinu ogsannaðist þar að kayakræðurum er fátt óviðkomandi, sbr. athugasemdir um
fábreytni danskra sérhljóða.
Það, sem var á dagskrá var:
Skrapa, grunna og blettmála gámana.
Málunin kláraðistekki vegna léttrar úrkomu. Ræst verðurút í það við gott tækifæri.
Skrapa og bræða pappa á þökin á gámunum, sem er farinn aðleka.
Það þurfti ekki aðsetja meiri pappa á þökin, en þétt við túður. Smotterí er eftir af sömu ástæðu og að ofan. Klárað brátt.
Taka til í gámum klúbbbáta.
Gert.
Fara í gegnum búnað klúbbsins, galla og tilheyrandi.
Ekki gert.
Þrífa aðstöðugáma.
Gert, auk þess semÞorbergur dittaði að ýmsu rafmagnskyns, utan dagskrár.
Þrífa bátageymslu gáma.
Gert.
Moka og rífa grasið frá bekkjum og gámum, slétta meðhrífum framan við gáma.
Gert.
Taka til á nærsvæði við aðstöðuna.
Gert.
Fara yfir opnun allra gáma.
Nokkuð gert núna, enannars hafa tveir valinkunnir félagar dundað við það undanfarið og orðið nokkuð
ágengt
Kallað verður út tilmálningar- og pappavinnu eitthvert góðviðriskvöldið. Það verður bara einnar stundar verk.
Með fylgja nokkrarmyndir frá deginum.
Kv. BK