Breiðafjarðarferðin 2-4 júlí 2021

07 júl 2021 01:21 - 07 júl 2021 01:21 #1 by sveinnelmar


Smá minningarbrot úr dekkvélinni. Kannski hefur einhver gamann að þessu

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 júl 2021 10:43 - 06 júl 2021 10:51 #2 by sveinnelmar
Bætti við nokkrum myndum frá mér í myndasafnið þitt Sveinn Axel. Vona að það hafi verið í lagi.
Google Photos
The following user(s) said Thank You: SAS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 júl 2021 20:40 #3 by Larus
Við vorum tuttugu og sex ræðarar sem lögðu i ferðina í ár, flestir mættu í Hnúksnes i Dalasýsluna upp úr hádegi á föstudegi og veðrið virtist ætla
að leika við okkur, hiti í lofti og bjart yfir en þó örlítil þoka. Að vanda var
það fjölbreyttur og öflugur hópur sem skráður var í ferðina eldri i bland við
yngri, reyndir ræðarar  og einnig öflugir nýliðar i okkar hópi.
Þegar búið var að pakka í báta rérum við áleiðs ti lHrappseyjar með stefnu á Klakkana sem gnæfðu yfir aðrar eyjar og sker,eftir
rúmlega tveggja tíma róður komum við i Seley sem er sunnan við Hrappsey, þar er
auðvelt að taka land og nægt rými og slétt land fyrir tuttugu tjöld, þegar við
mættum voru Maggi og Wendy þegar komin beint frá Stykkishólmi. 

Laugardagurinn rann upp sólríkur og fagur, við lögðum afstað snemma og fyrsta stopp var i Klakkeyjum í boði var að ganga upp á Stóraklakk
sem er hæst allra eyja i Breiðafirði (72m). Eftir dágott stopp þar sem sumir
gengu upp en aðrir slökuðu á rérum við út Selasund til vesturs og yfir
Arneyjarsund að Bíldsey og þaðan i Fagurey þar sem skyldi tjalda seinni
nóttina.
Nokkrir í hópnum  vildu njóta eyja lífsins  og nýta tímann til að synda í sjónum og slaka á, meðan hluti hópsins réri
í Elliðaey. Eftir að hafa róið í kringum eyjuna ýmist á sléttum sjó eða i
barningi frá klettaveggnum var farið i land og vitinn skoðaður.
Með í för voru öflugir menn sem hirða allar plastagnir sem þeir sjá i fjörunni og skreyttu með
þessu báta sína, krýndur konungur plokksins Örlygur og yngsti ræðarinn i
ferðinni   Þórhallur Þormarsson sáu til þess að Elliðaey var snyrtilegri ásýndar eftir okkar dvöl þar. Síðasti leggurinn var svo að koma
sér aftur i Fagurey þar sem flestir höfðu þá þegar tjaldað fyrr um daginn.
Kvöldið leið með hefðbundnu matarstússi og spjalli i kvöldsólinni.

Sunnudagurinn rann upp með kælandi vindi sem átti svo eftir að lúta í lægra haldi fyrir einmuna blíðu, heimferðin var skipulögð norður um
með Arney og Langeyjunum en því plani var breytt þar sem við áttum erindi i fyrsta
náttstað þá var förinni heitið aftur i Hrappsey, þar var tekið gott hádegis stopp
áður en róið var vestan við Klakkana í Dagverðarnes og heim í Kvennhólsvog þar
sem bílarnir biðu okkar.

Alls voru rónir um 55 km i ferðinni, minna hjá einhverjum og meira hjá öðrum.
Kærar þakkir til þeirra sem lögðu hönd á plóg við róðrarstjórn og aðra aðstoð, án góðrar samvinnu klúbbfélaga verður svona ferð
ekki farin.
 
Ræðarar voru: Martin, Sveinn, Hildur, Kolbrún, Valgeir,Hrefna, Sveinn Elmar, Örlygur, Þormar, Þórhallur, Indriði, Susanne, Jóhannes,
Helgi Þór, Sveinn Muller, Maggi Einars, Hörn, Þórður, Rad, Marton, Egill, Marta, Maggi og Wendy auk okkar fararstjóra.

 
Lárus og Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 júl 2021 13:21 #4 by SAS
Takk fyrir frábæra ferð í Breiðafjörðin og kærar þakkir undirbúning og fararstjórn Lárus og Guðni Páll

Myndir sem ég tók er að finna á:

Google Photos 


kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 júl 2021 19:50 #5 by Egill Þ
Egill og Marta mæta.
6656067 og 8962092

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 júl 2021 08:14 #6 by Doddi72
Við Hörn Hrafnsdóttir mætum.
Þórður: 665-0000
Hörn: 895-0224

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 jún 2021 23:58 - 30 jún 2021 23:59 #7 by Guðni Páll
Við fararstjóra ætlum að hittast við Okruna a vesturlandsvegi fyrir neðan Össur föstudagsmorgun 10:45 brottför 11:00.
Ég verð með kerru sem er ennþá laust pláss á ef einhver er í vandræðum.
ATH þetta verður ekki hraðlest

Kv Guðni Páll 
S:664-1264
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 jún 2021 16:25 #8 by Kolla
Við erum svo heppin að fá hana Málfríði með okkur í Breiðafjörð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jún 2021 08:30 #9 by Sveinn Muller
Mæti

s. 844 4240

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 jún 2021 12:56 #10 by Helgi Þór
Ég mæti

S. 7879922

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 jún 2021 10:53 #11 by Susanne
Við Jói mætum, að því gefnu að við finnum bát handa Jóa.

Ef einhver er með ráð hvar við gætum fengið lánaðan bát fyrir hann, eða ef einhver er jafnvel með (gamlan) bát, sem hann eða hún væri tilbúinn til að lána okkur fyrir þessa ferð, má endilega hafa samband við mig :).
s. 8935794

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 jún 2021 10:40 #12 by indridi
Ég mæti,

Indriði
8684598

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jún 2021 23:41 #13 by sveinnelmar
Kannski má minnast á þennan frábæra tékklista líka.

www.kayakklubburinn.is/index.php/frodhle...enu-39/155-bur-ayakr

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jún 2021 00:00 #14 by Þormar
Við feðgar mætum.

kv. Þormar og Þórhallur
824-0131

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2021 01:06 #15 by Orsi
Ég mæti. S. 8411002. Örlygur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum