Byrjendanámskeið Sea Kayak Iceland

05 júl 2021 14:55 #1 by Guðni Páll
Ennþá nokkur laus pláss fyrir áhugasama.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 jún 2021 20:50 - 24 jún 2021 21:00 #2 by Guðni Páll
Byrjendanámskeið Sea Kayak Iceland

Daganna 7-8 júlí verður byrjendanámskeið á vegum Sea Kayak Iceland.

Námskeið hefst kl 17:00 báða daganna

Nánar má lesa um námskeiðin hér seakayakiceland.is/services/byrjendanamskeid/

Skráning er á info@seakayakiceland.is
Sími:664-1264
Guðni Páll

Áhugi fyrir kayak?

Námskeiðið er kjörin leið til að kynnast kayaksportinu og prófa nýtt og spennandi áhugamál. Ef þú ert byrjandi þá er þetta rétta leiðin til að taka réttu skrefin undir öruggri handleiðslu þaulreyndra þjálfara.
Mikil áhersla er lögð á öryggisatriði, vellíðan þáttakenda og tryggt að námskeiði loknu ertu með nægilega grunnþekkingu til að njóta kayakróðurs á sjó.
Kayakklúbburinn er með skipulagða róðra allt árið um kring og ferðir yfir sumartímann.
Að námskeiði loknu er um að gera að ganga í Kayakklúbbinn og taka þátt í félagsróðrum þar sem vel verður tekið á móti þér, félagsróðrar er frábær leið til að stunda sjókayak í skemmtilegum félagsskap og mögnuðu umhverfi.

Innifalið er öll kennsla og allur búnaður fyrir tvo daga.

Verð: 45.000 kr

Sjáumst á sjó!

Innifalið í námskeiðsgjöldum eru afnot af eftirfarandi búnaði:
Bátur
Ár
Þurrgalli
Vesti
Svunta
Búnaður sem þáttakendur koma sjálfir með:
Skór sem þola að blotna
Hlýtt grunnlag (þunn ull eða flís)
Gott er að hafa eftirfarandi með:
Sólarvörn (Það má vera bjartsýnn)
Sólgleraugu -eru á ábyrgð eigenda ef tapast í sjónum.
Vökva og orkustykki
Handklæði
Hlý föt til að fara í eftir námskeiðið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum