Aftur breyting, núna er það Arnarstapi 20. - 22. ágúst

12 ágú 2021 20:41 - 20 ágú 2021 13:56 #1 by ValgeirE
Aflýst - Aflýst

Aflýsum vegna veðurbreytinga :(

Meiri breytingar fimmtudaginn 19. ágúst

Fyrst þurftum við að blása af Vestmannaeyjar, núna ætlum við að blása af Tröllaskagann. Í báðum tilfellum vegna veður breytinga.

En við erum ekki af baki dottinn og komum með nýja staðsetningu.
Arnarstapi á Snæfellsnesi.

Gist verður á tjaldsvæðinu við Arnarstapa. 

Lagt verður af stað í róður á laugardagsmorgun. Stefnt er að róðri bæði laugardag og sunnudag.

Síðan stefnum við að sameiginlegu grilli á laugardagskvöldið. 

Þið sem ætlið með í ferðina viljum við biðja ykkur að skrá ykkur hér á Facebook með því að ýta á Going.

Kayak skal vera sjókayak með lokuðum vatnsþéttum hólfum að framan og aftan og traustum dekklínum allan hringinn.

Sjá má mjög hjálplegan texta um útbúnað í kayakferð á síðu klúbbsins sem hafa má til hliðsjónar athugið að ekki er gerð
krafa um að allir  hafi allan þann búnað meðferðis.

Ferð þessi er opin til þátttöku þeim félögum Kayakklúbbnum sem standast kröfur klúbbsins um getu til að takast á við 3 þriggja ára ferð samkvæmt skilgreiningum klúbbsins, sjá hér að neðan og er háð samþykki fararstjóra.

Ferðir þar sem þvera þarf firði eða róa um svæðiþar sem langar vegalengdir eru milli landtökustaða.

Lágmarkskröfur um hæfni: Að þátttakendur hafi æftfélagabjörgun, séu byrjaðir að tileinka sér rétta róðratækni, stuðningsáratökog geti róið 20 - 30 km á dag.

Unnur og Valgeir
Ferðanefndin

Þið sem ætlið með í ferðina viljum við biðja ykkur að skrá ykkur á Facebook með því að ýta á Going.

www.facebook.com/events/368016741395877/?ref=newsfeed
 

 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum