Einhverjir hafa heyrt um flotsam og jetsam. Þetta eru meðal annars fígúrur í disney teiknimynd. En það er alltí lagi að rifja þetta upp þar sem að þetta gæti komið upp í málum sem okkur varða.
Flotsam er það sem fellur útbyrðis af skipi eða flýtur uppaf sokknu skipi og sá sem finnur má eiga ef enginn gefur sig fram til að mótmæla því.
Jetsam er sá hluti skips eða farms sem er kastað fyrir borð til að bjarga skipi sem er í sjávarháska. Sá sem finnur má eiga það nema í þeim tilfellum sem eigendur geri lagalega kröfu sem þeir væntanlega þurfa þá að sækja fyrir dómstólum.
Lagan og derelict eru svo lagaleg hugtök sem kafara þyrftu frekar að kynna sér heldur en við á sjókayak
Bara svona smá hugleiðing fyrir helgina. Svefnpokinn og dýnan sem komu í hlut ræðara í gær eru samkvæmt þessu í þeirra eigu svo framarlega að enginn komi með sönnun og kröfu um eignarhald.
kv
Ágúst Ingi