Besti Félagsróður þessa vikuna 23.október!

23 okt 2021 14:02 #1 by Unnur Eir
Ellefu bátar lögðu úr vör í hægri suðaustan átt og hálfskýjuðu.
Leiðin lá að Viðey þar sem viðeigandi teygjustopp var gert og síðan haldið áfram og hringurinn kláraður.
Róðrastjóri hafði lofað léttri rigningu en sveik það svo ræðarar þurftu að þvo andlitin undir heitri sturtu í staðinn.
Allir komu í land nema einn.
Góður andi, hópur og prýðilegur hraði á mannskapnum.

ps ef þið eruð að spá í þessum eina sem ekki kom á land þá urðu vöruskipti úti á sjó þegar Klara, sem var á leið að hringa Viðey, hitti á okkur og skipti á þessum eina og neftóbaki og rommflösku. Róðrastjóri þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um!
 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum