Sundlaugaræfing 24. október

23 okt 2021 20:45 #1 by indridi
Það er sundlaugaræfing á morgun, 24. október.

Við höfum laugina frá 16-18.

Eins og oft hefur komið fram, þá er þetta algerlega frábær aðstaða til þjálfunar. Ekki bara fyrir veltur, þó þær séu auðvitað mikið þarfaþing, heldur einnig allskonar annað dót.
  • Edge-a eins mikið og hægt er, þangað til maður fer á hvolf - engin önnur leið til að finna hve langt maður kemst.
  • Standa upp í bátnum.
  • Setjast upp á bátinn að aftan og róa af stað - æfir jafnvægisskynið, og frábær leið til að æfa stuðningsáratök.
  • Fylla bátinn af vatni til að gera hann óstöðugan.
  • Og að lokum hinar sívinsælu sjálfbjarganir.
Undirritaður, sem á að hafa umsjón með æfingunni á morgun, er því miður upptekinn við skyldustörf, og kemst því ekki, en einhverjir reynsluboltar verða nú vafalaust á svæðinu samt sem áður.

Indriði

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum