Ég er skráður róðrarstjóri fyrir róður morgundagsins, en hef því miður öðrum hnöppum að hneppa, og kemst því ekki.
Veðurspá er af lakari gerðinni og hljóðar upp á 10-13m/s vind úr SA, og einhver rigning að auki. Þó er rétt að minna á að þurrgallar eru yfirleitt vatnsheldir, svo einhverjir gætu látið sér rigningarhluta spárinnar í léttu rúmi liggja.
Ég treysti á að einhverjar kempur mæti og taki stjórn mála í sínar hendur.
Góðar stundir,
Indriði