Félagsróður 11. des.

11 des 2021 10:48 - 11 des 2021 10:52 #1 by Larus
Replied by Larus on topic Félagsróður 11. des.
Það voru tveir ræðarar sem mættu en horfðu bara út i sortann og létu þar við sitja.

Aðkoman i höfuðstöðvarnar var ekki alveg eins og búast mátti við,  stóra útiljósið var kveikt og hurðin að kaffigámnum stóð opinn upp á gátt,
lyklaboxið hafði verið brotið upp og rigningin hafði myndað veglegan poll á gólfinu.  Allir gámar voru læstir og ég get ekki séð að lykla vantaði.

lg og Sigrún mættu


lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 des 2021 19:05 #2 by indridi
Ég er skráður róðrarstjóri fyrir róður morgundagsins, en hef því miður öðrum hnöppum að hneppa, og kemst því ekki.
Veðurspá er af lakari gerðinni og hljóðar upp á 10-13m/s vind úr SA, og einhver rigning að auki. Þó er rétt að minna á að þurrgallar eru yfirleitt vatnsheldir, svo einhverjir gætu látið sér rigningarhluta spárinnar í léttu rúmi liggja.

Ég treysti á að einhverjar kempur mæti og taki stjórn mála í sínar hendur.

Góðar stundir,
Indriði

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum