Flóðatafla á Tidetime.org

06 jan 2022 20:16 - 07 jan 2022 11:52 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Flóðatafla á Tidetime.org
góð ábending Sveinn Axel.
Ég nota yfirleitt þetta hér: www.tide-forecast.com/locations/Reykjavik-Iceland/tides/latest ,
til hliðsjónar en LHG gefur út flóðatöflu fyrir Ísland. Þá töflu er hægt að fá í flestum ritum sem gefin eru út fyrir sjómenn eins og almannök frá félagi Smábátaeigenda og fleiri. 

Hafa þarf í huga að loftþrýstingur og áhlaðandi er misjafn svo að þessar tölur eru miðaðar við 1015mb loftþrýsting eftir því sem ég kemst næst og hvert millibar þýðir 1 cm upp fyrir lægð og þá niður fyrir hæð sem er yfir 1015.
Áhlaðandi er sú breyting sem vindur veldur. 
Gleðilegt nýár og sjáumst á sjó á laugardaginn 
Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jan 2022 09:50 #2 by SAS
Gleðilegt ár

Hef oftast notast við Easy Tide vefsíðuna til að finna út tímann á fallaskiptum á Íslandi, en eftir Brexit, er það ekki lengur í boði.  

Vefsíðan  www.tidetime.org inniheldur 7 daga flóðatöflur fyrir nokkra staði á Íslandi og hægt að fá allt að sex manuði fram í tímann. Verður fróðlegt að bera þessa síðu saman við Almanak HI, en flóðatöflurnar í Easy Tide og Almanak Hi voru sambærilegar.  

Einhverra hluta vegna er Ísland er ekki að finna í Country list á síðunni, en hér er beinn hlekkur:
Reykjavík Tide Times | 7 Day Tide Chart | TideTime.org

kv
Sveinn Axel
 
The following user(s) said Thank You: Gíslihf

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum