Félgsróð 12. júl.

14 júl 2007 00:24 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Félgsróð 12. júl.
Hún er fjölskrúðug hvalaflóran hér inni á Kollafirði , utan við Gróttu og við Álftanesið, nú um stundir og verður fram á haustið.

Þetta eru hrefnur,hnýðingar ,hnýsurog háhyrningar , svona það helsta sem ég er að sjá þessa dagana í góðviðrinu til sjávarins. Einn hvalur villtist inní Skógtjörnina á Álftanesi í gær en komst út aftur á flóðinu. Fjör í náttúrunni við landið þó þorskurinn sé með stæla.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 júl 2007 23:25 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Félgsróð 12. júl.
Þegar snúið var undan öldunni milli Lundeyjar og Vestureyjar (Viðey) var eins og vindurinn dytti niður og kvöldsólin yfir Snæfellsnesi margfaldaðist á haffletinum. Hópurinn dreifðist þegar reynt var við reið á bestu öldunum. Ég svipaðist um og sá ekki nema sex félaga auk mín en alls vorum við átta í þessari Lundeyjarlykkju. Örlygur virtist vera sá sem ég kom ekki auga á, en hann á það til að vera samferða síðasta manni og taka svo spretti hingað og þangað og gera ýmsa kúnstir. Ég pírði augun móti sólarljómanum og sá svarta \"stöng\" standa upp úr sjónum nokkuð fjarri. Þetta hlaut að vera Örlygur með árina beint upp, en ég kannaðist alls ekki við þessa tækniæfingu - og ótrúlegt hvað pilturinn var kominn langt á stuttri stund! Nú breyttist árin í svart segl eins og á lítilli skútu - nú þaut það áfram eins og mannlaust seglbretti! Best að setja upp veiðigleraugun í allri þessari birtu.
Tvö horn háhyrninga nálguðust mig á líklega 16 hnúta hraða sem er um fjórfaldur góður róðrarhraði. Nú var eins og þeir svifu í yfirborði vatnsins í fallegum boga og hurfu svo í djúpið. Ég æpti til félaganna \"hvalur!\" en það heyrðist illa til mín og einhverjir réru í skyndingu af stað mér til bjargar. Ég réri í áttina að háhyrningunum en sneri svo við þegar ég vissi ekki lengur hvar þeir voru. Allt í einu voru þeir við hliðina á mér, annar um 10 m og hinn um 15 m frá mér. Þeir virtust vera yfir 4 m á lengd, fremst var hausinn með pusi og mási, svo hornið háreist, smábil þar sem ekki sást í búkinn og loks sporðurinn. Ég var ekki með nógu vakandi augu til að sjá hvort þarna væri einnig auga að kíkja á mig eins og þegar við þeysum um þjóðveginn og kíkjum aðeins með öðru auganu á kýr á engi. Við sáum svo aðeins til þeirra aftur en ekki jafn nálægt.
Þetta var óvænt og skemmtilegt og ég hefði viljað vera enn nær. Að sjálfsögður sá ég fyrir mér að þessi dýr gætu velt mér án þess að það tefði för þeirra. Það hefði þá einnig verið óvænt tækniæfing eins og vel á við í lok félagsróðurs.
Kveðja - Gísli.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 júl 2007 13:26 #3 by Orsi
Félgsróð 12. júl. was created by Orsi
Ellefu réru í gær í frábærum róðri, farið var áleiðis inn í Rauðu mylluna í Kollafirðinum og tekið kaffistopp samkvæmt gamalli hefð. Þar stóð á kletti ungur og taugaveiklaður landeigandi sem þandi lóubrjóstið sitt á kletti og söng Einkaland! Einkaland! Hann var fræddur um réttindi og skyldur landeiganda á staðnum af prófessor Þórólfi og sleppt með áminningu. Síðan var hægt að fá sér kaffi.

Það var síðan frábær róður út í Lundey í krappri mótöldu og heilmiklu pusi. Loks var lensað af krafti heim í Geldinganes. Læt staðar numið hér en vona að Gísli H. sjái sér fært að gera sérstaka skýrslu um háhyrningahlaupið.

Viðbót: Ef neðangreind mynd skilar sér, þá er um að ræða svo gott sem nákvæmlega það sem gerðist í gær - þ.e. nálægð háhyrningsins við Gísla og einnig hvað dýrið rak hornið hátt upp úr sjónum beint fyrir framan manninn. Nema í gær voru þeir TVEIR. Ógleymanlegt alveg.

hde.parkingspa.com/?cid=649&domain=paddle.net

Post edited by: Orsi, at: 2007/07/13 13:21

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum