Ellefu réru í gær í frábærum róðri, farið var áleiðis inn í Rauðu mylluna í Kollafirðinum og tekið kaffistopp samkvæmt gamalli hefð. Þar stóð á kletti ungur og taugaveiklaður landeigandi sem þandi lóubrjóstið sitt á kletti og söng Einkaland! Einkaland! Hann var fræddur um
réttindi og skyldur landeiganda á staðnum af prófessor Þórólfi og sleppt með áminningu. Síðan var hægt að fá sér
kaffi.
Það var síðan frábær róður út í Lundey í krappri mótöldu og heilmiklu pusi. Loks var lensað af krafti heim í Geldinganes. Læt staðar numið hér en vona að Gísli H. sjái sér fært að gera sérstaka skýrslu um háhyrningahlaupið.
Viðbót: Ef neðangreind mynd skilar sér, þá er um að ræða svo gott sem nákvæmlega það sem gerðist í gær - þ.e. nálægð háhyrningsins við Gísla og einnig hvað dýrið rak hornið hátt upp úr sjónum beint fyrir framan manninn. Nema í gær voru þeir TVEIR. Ógleymanlegt alveg.
hde.parkingspa.com/?cid=649&domain=paddle.netPost edited by: Orsi, at: 2007/07/13 13:21