Næturróður III á föstud.

09 apr 2022 12:28 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróður III á föstud.
3 bátar á sjó. Vorum 30 mín útí Þerney og þar tók við venjulegt stúss með að koma sér fyrir og gekk það vel. En ótætis kuldi um nóttina. Róðurinn til baka í morgun tók 45 mín enda hvasst og þessháttar. En frábær næturróðrasería að baki og þakkir til allra.
þessi röru;
Eva L
Perla
Orsi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 apr 2022 01:36 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróður III á föstud.
ÞÁ ER síðasti næturróðurinn í þessari seríunni kominn á dagskrá, 8. apríl. Mæting er 22.30 og pakkað í báta. Stefnan svo tekin í Þerney og tjaldað. Það er 5 stiga gaddur í kortunum og vissara að hafa hlýjan svefnpoka og heitt að drekka og þessháttar. Ég er með gamalt og gott jöklatjald til láns (3 manna), ef einhver er í vandræðum að tína fram búnað. Og hér er stuttur listi yfir nauðsynleg búnað í svona vitleysu. Ef þið verðið þæg, þá verður lesinn 18. kafli úr Moby Dick á kvöldvökunni. 
Missið ekki af NR III.
-Nefndin. tjald. . dýna,. svefnpoki.. prímus /eða heitt á brúsa. . nesti, . hitabrúsi. mataráhöld,  . undirföt, þunn flís eða ullarblönduð . utanyfirföt,. buxur, þunn peysa, þykkari peysa eða dúnjakki.
 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 mar 2022 00:15 - 29 mar 2022 00:56 #3 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróður 28.3.
Sex bátar á sjó og við tókum Geldinganesið rangsælis með Fjósaklettsviðbót. Frábær róður alveg.

Þessi röru:
Gummi B
Guðni Páll
Sigrún Hólmgeirs
Susan
Marton 
Orsi

NR III verður svo 8. apríl í Þerney með útilegudót og hefur hann hlotið nafngiftina: Inginn 2022 til heiðurs Inga fyrir óeigingjarnt öryggisstarf á liðnum árum með því að sjá félögum fyrir róðrarljósum svo aldrei líða þeir skort í hvívetna. Nefndin hefur feðrað nokkra NR III á liðnum árum sem hér segir:
Sævarinn 2015 Engey
Gunnarinn 2016 Akurey
Þormarinn 2018. Viðey



 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 mar 2022 18:12 - 27 mar 2022 18:15 #4 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróður 28.3.
Næturróður II annaðkvöld! Mæting að venju kl. 20.30. Munið kubbana. 
Fjara kl. 22.15.
-Nefndin.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 mar 2022 20:44 #5 by Orsi
Það stefnir í óhagstætt veður annaðkvöld fyrir næturróður II þannig að við færum hann yfir á mánudag 28. mars kl. 20.30. Förum bara félagsróður á laugardag og orkukubbum okkur upp fyrir mánudag svo veröldin hefur aldrei séð aðra eins orkukubbun.
-Segir Nefndin allavega.. 
 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 mar 2022 00:05 #6 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðraserían ´22
Níu bátar á sjó í þessari fínu rispu. Tókum Þerneyjarhring í ágætis aðstæðum. Þessi sería fer vel af stað. 
þessi röru:
Gummi B
Guðni Páll
Eva
Perla
Sigrún Hólmgeirs
Hörn
Orsi
Arnar
SAS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 mar 2022 16:11 #7 by SPerla
Replied by SPerla on topic Næturróðraserían ´22
Ég stefni líka á mætingu.
 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 mar 2022 08:42 #8 by Guðni Páll
Stefni á mætingu en það gæti dottið milliu skips og bryggju samt :)

Hvet alla til að mæta og taka þátt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 mar 2022 03:28 - 20 mar 2022 03:46 #9 by Orsi
Þá er komið að næturróðrarseríu 2022 sem samanstendur af þremur róðrum.
Sá fyrsti er n.k. þriðjudagskvöld 22. mars.  

Mæting er kl. 20.30 í aðstöðunni og róum einhverja 10 km. Flóð er um tíuleytið og spáð mildri austanátt og súld. 
 
Hentar alveg nýjum andlitum sem hafa verið að spreyta sig í félagsróðrum. Við förum yfir hagnýt atriði við næturróðra svo allir upplifi sig sæmilega örugga. Það var allavega þannig síðast.
  Munið orkukubb í vestisvasa og róðrarflösku á dekki.  
Ingi mun hafa sett nýjan lager af kayakljósum niðrí klúbb. Svo er GG sport með eitthvað til sölu. 

Næturróður II verður svo 25. mars og loks NR III þann 8. apríl. Tjaldað í Þerney í þeim róðri og sameinast félagsróðri að morgni - ef við finnum þau.
Nefndin.


 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum