Álitamál

13 apr 2022 10:36 - 13 apr 2022 10:36 #1 by Ingi
Álitamál was created by Ingi
Allir ræðarar hafa sína skoðun á hvaða kostum kayak á að hafa. Menn og konur liggja almennt ekki á sínu áliti og hefur maður þessvegna fengið frá fyrstu hendi hvað fólki finnst um allar þær fleytur sem á sjó hafa verið dregnar síðastliðna áratugi. 

Fyrst ( þegar ég var að byrja um aldamótin) héldu menn ekki vatni yfir Valley og það var enginn maður með mönnum sem ekki reri á einum slíkum. Fyrstu skiptin sem farið var til Angelsey í kringum 1980 og eitthvað var það Nordkapp sem var aðal númerið en það hefur nú eitthvað breyst og ef ég hef skilið það rétt er Romany fæddur og uppalinn á þeim slóðum og beinlínis hannaður fyrir þær skemmtilegu aðstæður sem þar skapast þegar straumur og vindalda mætast sunnan við nesið eins og sjá má á þessum myndum til dæmis :
www.flickr.com/photos/seakayakinganglese...s/72177720297884343/
Mikil þróun hefur átt sér stað í þessu sporti og stundum verða byltingarkenndar framfarir. Ég sé núna að margir framleiðendur eru komnir með svipaða útfærslu og Whiskey 16 sem kom á markað ca 2009 eða 2010. 
Rockpool er líka ein af þessum stökkbreytingum.  Ég veit að það er einvherjir sem eru mér ekki sammála og það er bara fínt.
Gleðilega páska.
Ingi


 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum