Ferðanefnd tilkynnir róður á sumardaginn fyrsta, sem er fimmtud. 21.apríl.
Þetta er heimsókn til tveggja nágrannaklúbba hvorki meira né minna. Mæting er við Hliðsnes kl. 10. Þar taka félagar í kayakklúbbnum Sviða á móti okkur og verða þar einnig félagar í siglingaklúbbnum Þyt. Við búum okkur á sjó og róum inn að Hafnarfjarðarhöfn og fáum móttökur frá Þyt sem sjá um bakkelsi. Róum síðan til baka í Hliðsnes og ættum að vera þangað komin um kl 14. Nefndin treystir því að félagar hjálpist eitthvað að með bátaflutninga eins og kostur er.
Þetta er laufléttur sumardagsróður, upplagt fyrir nýja félaga líka. Heildarvegalengd um 10 km.
Til að komast að Hliðsnesi er ekinn Álftanesvegur og beygt af honum til vinstri, inn á Garðaveg og ekinn 650 metra langur kafli uns komið er að hægri beygju og tekur þá við 1660 metra langur spotti inn að upphafsstað róðurs. Aldeilis ljómandi. Sjáumst.
- Nefndin.