Lárus og Susanne voru mætt í rauðabítið og voru orðin fullgölluð þegar ég mætti rétt fyrir kl 10. Vindurinn átti að minnka með morgninum en það var ekki fyrr en um hádegið sem það dúraði aðeins. Lárus réði för eins og venjulega og vildi fara í sull eins og venjulega og það var látið eftir honum. Við höfðum nú smá gagn af þessum æfingum sérstaklega Susann. Komum hundblaut tilbaka eftir stuttan hring á friðlýsta svæðinu. Fuglar voru hálf flensulegir og margæsirnar lentar og byrjaðar að háma í sig fjörugróðurinn.
Fyrsti róður á sumardekkjatímabilinu gekk ágætlega.
kv
Ingi