Vinnudagur sunnudaginn 22. maí kl.10

23 maí 2022 21:56 #1 by SPerla
Það var vel mætt á hreinsunardaginn mikla þar sem félagarnir tóku til hendinni, svo um munaði undir, undir dyggri stjórn formanns húsnæðisnefndar. Náðum að ryðhreinsa, bletta og mála ásamt þakvinnu, tiltekt í eldhúsinu og öðrum verkum. Margar hendur vinna létt verk, það sagði amma mín allavega alltaf  .  Að venju var svo grillað í lokin þar sem formaður kayakklúbbsins stóð vaktina með dyggri aðstoð formannsfrúarinnar, að venju rann ljúsmetið hratt ofan í svanga maga. Tók nokkrar myndir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 maí 2022 17:52 #2 by indridi
=14ptNúna þegar sól fer að hækka á lofti er komið að vinnudegi hjá okkur. Í þetta skiptið lendir hann á sunnudegi þar sem laugardagar núna í maí eru þéttsetnir og langar helgar.=14ptVið ætlum að leggja áherslu á að ryðberja og mála gámana en við náðum ekki að klára það síðasta sumar.=14ptAð venju verður grillað í lokin
Mæting kl 10.

Kveðja,
Nefndin

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum